Möppudýrin einu dýrin sem ekki eiga að ganga laus

Auðvitað lét Kolbrún skynsemina ráða frekar en einhverja kerfiskarla í Reykjavík. Það eru ótal dæmi um að villtum dýrum hafi verið bjargað en þau svo látin fara frjáls ferða sinna á eftir. Möppudýradæmið, sem þarna fór á undan, er því miður dæmi um kerfisleg vinnubrögð langt frá allri skynsemi og mannlegri tilfinningu. 

Í raun eru möppudýrin eina dýrategundin sem ekki ætti að ganga laus.


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Haraldur,þetta er eina góða verkið sem Kolbrún hefur gert í þessari ríkisstjórn,gott að enda ferill svona með stæl Kolbrún,eitt góð verk,kemur skapinu í lag,ekki sat,????

Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er kanski misminni hjá mér - en mér finnst einhvernveginn að það búi líka fólk fyri austan - er stjórnin nokkuð að spá í að það fái líka að lifa - þótt ekki væri til annars en að hugsa um kálfinn - þangað til honum verður sleppt og hann skotinn af kátum skotveiðimanni ?

Þetta er svona með ómerkilegri kosningatrixum - að kyssa börnin fyrir kosningar er hallærislegt - þetta er verra - enda - ef dósaberjarastjórnin heldur velli verður fátt til að lifa fyrir.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2009 kl. 06:20

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Get nú ekki séð að bréfið sem umhverfisráðuneytið sendi frá sér tilábúenda á Sléttu hafi verið kosningatrix Ólafur Ingi. Kolbrún gat auðvitað ekki annað en klórað yfir skít möppudýranna í ráðuneytinu. Allt annað hefði verið til skammar hjá hvaða ráðherra sem í hlut hefði átt og koma kosningar þessu ekki við. Þetta er bara glöggt dæmi um möppudýr sem ekki eru í takti við raunveruleikann. Annars er það rétt munað hjá þér að það býr fólk fyrir austan og það gott fólk. Það veit ég eftir áratuga búsetu þar.

Haraldur Bjarnason, 17.4.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband