Siðleysinu engin takmörk sett

Það er ótrúlegt þverska í Sjálfstæðisflokknum að koma í veg fyrir að sérstakt stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Björn Bjarnason hótaði löngu málþófi í dag og vildi tryggja að alþingismenn settu sér sjálfir ramma um eigin störf. Siðleysi sjálfstæðismanna eru engin takmörk sett.
mbl.is Stjórnlagaþingið út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn verða að standa á sínum skoðunum í pólitík er það ekki? Það telst ekki siðleysi að standa á þeirri trú að Alþingi sé fullkomlega fært um að endurskoða stjórnarskránna. Ég er reyndar ekki sammála Birni í þessu máli en virði þeirra skoðanir engu að síður.

Frelsisson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Alþingi Íslands er stjórnlagaþing. þarftu tvö alþingi? heldurðu að ef það veljast ekki nóga góðir menn á Alþingi þá muni veljast übermenn á sérstakt stjórnlagaþing? eða kýs önnur þjóð þá? 

Fannar frá Rifi, 14.4.2009 kl. 19:52

3 identicon

Fannar, hér liggur hundurinn grafinn. Þjóðin velur ekki menn á þing, þjóðin velur flokka. Hóp af mönnum sem sameinast eftir ákveðnum kennisetningum, safna saman fé, berjast sín á milli um völd og keppa síðan við hina flokkana um hvaða flokkur megi ráða.

Hversu rotin á þessi flokkapólitík að geta orðið áður en þjóðin kemur henni frá og tekur upp persónukjör? Tja, landið er að verða gjaldþrota..... er botninum náð?

-A

Arnþór Snær Sævarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar það er líka ekkert sem bannar það að alþingismenn veljist sem einstaklingar á stjórnlagaþing. Nú eru þeir, eins og Arnþór bendir á, fulltrúar flokka og almenningur hefur ekki mikla möguleika á að velja sér þingmenn. Það eru flokkarnir sem ákveða röðina á listanum. Þarna liggur munurinn á fjölmennu stjórnlagaþingi og alþingi. Það er einnig full þörf á að fleiri komi að breytingum á stjórnarskrá en alþingismenn. Þessar þvingunaraðgerðir Björns Bjarnasonar og FLokksfélaga eru nánast nauðgun á lýðræðinu.

Haraldur Bjarnason, 14.4.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband