Barnalegar afsakanir

Óttalega eru þær barnalegar þessar afsaknir Sjálfstæðismanna. Heldur Bjarni virkilega að fólk kaupi þetta allt saman hrátt? Mennirnir sem vissu ekki neitt, Kjartan og Andri, eiga nú að sögn Bjarna, að hafa vitað allt um "styrkina." Guðlaugur Þór hafði bara samband við tvo gamalgróna sjálfstæðismenn og bað þá að safna peningum fyrir flokkinn. Hann vissi svo ekkert meira um það mál. Þetta er álíka og að útgerðarmaður sendi skip sitt á sjó. Standi svo á bryggjunni þegar það kemur í land og honum dettur ekki í hug að spyrja um aflabrögð.

Svona er ruglið hjá sjálfstæðismönnum núna. Þeir eru búnir að ljúga í og úr og vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sig út úr klúðrinu. Allir vissu allt þótt enginn þættist vita neitt. Geir var hættur í pólitík og hann ákvað að taka þetta á sig. Bjarni hélt líka að nóg væri að skila 55 milljónunum aftur og þá væri málið dautt. Hvernig á skítblankur Sjálfstæðisflokkurinn að skila þessum peningum? Þar fyrir utan væri skynsamlegast að skila þessu til þjóðarinnar en ekki gjaldþrota fyrirtækja sem eru búin að hafa milljarða af þjóðinni.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ármann Steinsson

Þessum mönnum er ekki eiginlegt að segja satt. Þeir hafa komist upp með hálfsannleika og lygar í áratugi og Kjartan er talandi dæmi um kjölturakka sem er á kafi í peningamálum í krafti flokksins. Auðvitað man hann ekkert, sá ekkert, vissi ekkert. Það er fyrst nú sem fjölmiðlar hafa kraft og þor til að rekja garnirnar úr lygurunum og bera þá saman svo sannleikurinn komi í ljós. Leitt að það þurfti hrun efnahags landsins til að ormagryfjan opnaðist.

Jón Ármann Steinsson, 11.4.2009 kl. 22:47

2 identicon

Þetta eru nú hálfaumkunnarverð færsla hjá þér félagi. Er ekki Bjarni búinn að útskýra fyrir okkur þetta mál frá sinni hlið? Er það ekki Kjartans og Andra að svara fyrir sig? Þeir eru báðir hættir störfum hjá flokknum. Nýkjörinn formaður er að taka til eftir þessa aðila sem áður sátu og er ekkertr öfundsverður af því. Hinsvegar er dapurt að horfa uppá ,,Þórðar-gleðina'' hjá þér og fleirum þegar ljóst er að Sjálfstæðismenn um allt land sitja í sárum sínum yfir þessum fréttum. Við hinsvegar berum gæfu til þessa að geta tekið til í okkar ranni, meira en hægt er að segja um aðra flokka sem eru þessa dagana á svifflugi yfir kjósendum og hafa lítið annað fram að færa en hneykslan á innri málum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er fólkið sem í honum er, við veljum okkur fulltrúa til að framfylgja stefnu flokksins. Ef þeir einstaklingar ekki standa sig er þeim skipt út.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:53

3 identicon

Elías minn Bjarnason, síðan hvenær er Kjartann hættur störfum fyrir FLokkinn, hann situr í Miðstjórn hans!

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kostuleg lesning frá þér Elías Bjarnason. Sjálfstæðismennskan hjá þér líkari trúarbrögðum en nokkru öðru. Stendur ekki steinn yfir steini í því sem þú segir, enda munum við samlíkingu Davíðs á landsfundinum.

Haraldur Bjarnason, 12.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband