Misskilin umhverfisvernd
11.4.2009 | 15:29
Hvenær ætla menn að átta sig almennilega á að maðurinn er hluti af umhverfinu. Umhverfisvernd felst í því að halda jafnvægi í umhverfinu. Ef ekki á að veiða hvali getum við alveg eins hætt fiskveiðum. Hvalurinn ógnar nú jafnvægi í höfunum. Honum fjölgar óheft og hann setur stór skörð í fiskistofnana. Hvalurinn tekur ekki mark á kvótakerfi, hvorki ESB né annarra, þess vegna virðir hann engar takmarkanir til að hlífa fiskistofnum. Þeir hjá ESB tala um rányrkju okkar Íslendinga á makríl vegna þess að við veiðum utan kvóta. Samt vilja þeir ekki hleypa okkur að samningaborði, svo við getum veitt úr sameiginlegum kvóta. Kannski eru þeir að vernda makrílinn svo hvalurinn hafi meira að éta. Svona er tvískinnungurinn hjá þeim sem þykjast vera meiri umhverfissinnar en aðrir.
ESB gagnrýnir hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála þér, þetta er fáranlegt alveg. auðvitað á að veiða alla stofna og halda þar með jafnvæginu.
skil ekki þá sem eru á móti þessu.
Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:38
Þetta er bara byrjun á afskiptum EB á veiðum Íslendinga og samingar munu hreinlega ekki halda vatni þegar að því kemur að EB fer að ræða við okkur...
Pétur Ásbjörnsson, 11.4.2009 kl. 15:40
Þetta er ekkert byrjunin á afskiptum af veiðum Íslendinga. Aðrar þjóðir hafa alltaf gert það. Lengst af Bretar og Þjóðverjar með rányrkju á fiskistofnum hér við land. Áður fyrr voru Spánverjar og Norðmenn stórtækir í hvalveiðum. Við höfum alltaf haft í fullu tré við þessar þjóðir og getum alveg rætt við ESB um aðild á jafnréttisgrundvelli og rúmlega það. Okkar sérstaða sem veiðisamfélags er enn sterkari nú í kreppunni. Þetta mál snýst fyrst og fremst um misskilning í umhverfismálum. Þessum mönnum hefur verið talin trú um að hvalur sé í útrýmingarhættu. Þann misskilning þarf markvisst að leiðrétta.
Haraldur Bjarnason, 11.4.2009 kl. 16:02
Held að það sé sénslaust að leiðrétta þetta. Þetta eru trúarbrögð hjá þeim sem ganga harðast fram og hefur ekkert með vísindi eða staðreyndir að gera.
Víðir Benediktsson, 11.4.2009 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.