Sögu- og söngstundir Sjálfstæðismanna
4.4.2009 | 12:18
Já þetta er hárrétt hjá Lúlla. Það var til dæmis kostulegt að heyra í Öbbu, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks í fyrrakvöld þegar hún vældi yfir því í ræðustóli að þingmenn kæmust ekki heim til sín á miðnætti; til barna sinna og fjölskyldna. Á sama tíma voru nær eingöngu sjálfstæðismenn á mælendaskrá. Ekki var það forseta alþingis að kenna.
Hér fyrir neðan er færsla sem ég setti inn kl 8:17 í morgun og tengdi við frétt sem sagði frá því að allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokks væru á mælendaskrá. Stuttu síðar var þeirri frétt kippt út af mbl.is. Ekki veit ég ástæðuna en það hvarflaði að mér að einhver hefði kippt í spotta. Að þetta væri ekki nógu hagstæður fréttaflutningur fyrir Sjálfstæðismenn. Hef grun um að almennir flokksmenn séu farnir að skammast sín fyrir framkomu þingmanna. Í það minnsta bloggar Stebbi Fr. nú um bruna í Vestmannaeyjum en ekki pólitík.
Færslan við fréttina sem hvarf:
Allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá í dag. Já mikið liggur nú við hjá þeim að tefja störf Alþingis. Hvað ætli Árni Johnsen syngi úr ræðustóli. Líklega les Björn dáti eitthvað upp úr greinum í Mogganum líka.
Þessar sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið. Það yrði eitthvað sagt á öðrum vinnustöðum ef minnihluti starfsmanna tæki sig til og tefði framleiðslu í fyrirtæki. Þar yrði bara eitt gert: Viðkomandi yrðu reknir. Það er nákvæmlega það sem þjóðin þarf að gera í kosningunum 25. apríl. Það þarf að reka þessa kóna sem nú eru að vinna skemmdarverk á Alþingi þjóðinni til skaða. Svona framkoma á ekkert skilt við lýðræði.
Yfirgjammari þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil bara taka það fram, að gefnu tilefni, að ég kaus EKKI börn þeirra á þing. Þeir sem buðu sig fram gerðu það sjálfviljugir. Þeir vissu að þetta hefði áhrif á fjölskyldulífið og þar við situr. Ég hef enga samúð með einhverjum konum sem vilja fara heim til barnanna sinna. Þær hefðu ekki átt í fyrsta lagi að setja nafn sitt á framboðslista flokksins síns ef þær voru ekki tilbúnar að annast þjóðina. Í öðru lagi getur maður spurt sig, hví þessir þingmenn Sjálftökuflokksins unnu ekki heimavinnuna sína betur þegar þeir voru í ríkisstjórn í 18 ár? Hví þarf núna að vaka svo lengi á Alþingi?
Baldur Gautur Baldursson, 4.4.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.