Sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins

Allir 26 þingmenn Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá í dag. Já mikið liggur nú við hjá þeim að tefja störf Alþingis. Hvað ætli Árni Johnsen syngi úr ræðustóli. Líklega les Björn dáti eitthvað upp úr greinum í Mogganum líka.

Þessar sögu- og söngstundir Sjálfstæðisflokksins eru orðnar dýrar fyrir þjóðfélagið. Það yrði eitthvað sagt á öðrum vinnustöðum ef minnihluti starfsmanna tæki sig til og tefði framleiðslu í fyrirtæki. Þar yrði bara eitt gert: Viðkomandi yrðu reknir. Það er nákvæmlega það sem þjóðin þarf að gera í kosningunum 25. apríl. Það þarf að reka þessa kóna sem nú eru að vinna skemmdarverk á Alþingi þjóðinni til skaða. Svona framkoma á ekkert skilt við lýðræði.

Viðbót: Fréttinni, sem ég tengdi þessa færslu við, var hent út stuttu eftir að ég skrifaði færsluna í morgun. Þar kom fram að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru á mælendaskrá þegar þingfundur hæfist í dag. Kannski hefur verið einhver vitleysa í fréttinni. Ég ætla að vona að svo hafi verið. Ekki trúi ég að einhverjir hafi kippt í spotta og þótt þetta óheppilegur fréttaflutningur.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég frétti að Doddi ætlaði að taka smá gigg!

Rut Sumarliðadóttir, 4.4.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband