Þjóðin er að refsa tvíeykinu Bjarni

Þannig fór um sjóferð þá. Bjarni og félagar komust aldrei á flott. Afsakanir Bjarna eru athyglisverðar. Hann vill meina að Samfylking og VG séu að breyta um kúrs í Evrópumálum. Það verður nú ekki séð af samþykktum landsfunda flokkanna. Bjarna er tíðrætt um fjórflokkanna í þessari frétt og segir athyglisvert að fólk vilji treysta á þá sem öllu klúðruðu. Honum væri nær að tala í þessu samhengi um Sjálfstæðisflokkinn og Farmsóknarflokkinn. Það voru þeir flokkar sem á síðustu áratugum bjuggu til leikreglurnar, færðu einkavinum bankana á silfurfati og klúðruðu þannig öllu sem hægt var að klúðra. Eftir situr þjóð á hausnum og ekki verður betur séð af niðurstöðum skoðanakannana en þjóðin sé að refsa þessu tvíeyki. Fylgi Sjálfstæðisflokks er í sögulegu lágmarki og Framsóknarflokkurinn er á hraðri niðurleið í núllið.
mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta tvennt síðastnefnda, er a.m.k. vel...

Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband