Vilja pukrast með samfélagsgjöldin
3.4.2009 | 13:53
Það er merkilegt með þessa Sjálfstæðismenn. Þeir vilja hafa allt í leynum. Auðvitað er það sjálfsagt að almenningur fái að vita hvað hver og einn borgar til samfélagsins.
Það, hvað hver og einn borgar til samfélagsins, þarf ekki endilega að segja til um hverjir einkahagir hvers og eins eru. Því miður eru leiðirnar til undanskots margar og þær jafnvel löglegar. Dæmið um einkahlutafélögin er það gleggsta á síðustu árum en eigendur þeirra geta komist upp með að borga sér lúsarlaun en hirða þeim mun meiri arð út, sem aðeins er borgaður 10% skattur af og ekkert til sveitarfélagsins. Þetta vita auðvitað Sjálfstæðismenn. Þess vegna vilja þeir að gjöld til samfélagsins sjáist hvergi því þrátt fyrir allt skammast þeir sín fyrir þetta. Þeir vilja geta pukrast með þetta.
Skattstjóri sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.