Taka svo á lánskjaravísitölunni

Þetta er löngu tímabært að gera. Bankarnir þurfa líka að taka meiri ábyrgð á lánveitingum sínum. Þeir hafa alltaf haft allt sitt á þurru, sama hvað gengur á í þjóðfélaginu, baktryggðir með bæði belti og axlabönd. Næst þarf að endurskoða forsendur fyrir lánskjaravísitölunni. Það er ekkert eðlilegt við það að þegar kaffi hækkar í Brasilíu eða olía hækkar á heimsmarkaði skuli húsnæðislán fólks hækka. Grunnur núverandi lánskjaravísitölu er líka byggður á tveggja ára gömlu neyslumynstri. - Það er svolítið 2007.
mbl.is Ábyrgðarmennirnir burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála...

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 00:12

2 identicon

Já það væri nú ekki vitlaust, allavega frysta hana til að byrja með til þess að fá smá stöðugleika og traust.

Og ótrúlegustu vörur hafa áhrif á þessa vísitölu, eiginlega bara fyndið að skoða listann, þó svo að húsnæðis og matarverð hafi lang mest áhrif.

P.s. Takk fyrir prófarkarlesturinn í kvöld :=)

Andrir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Líklega með betri réttindamálum sem að fram hafa náðst á þezzu þingi.

Gamla herbergizfélaga mínum úr menntó er nú ekki allz varnað, þó að hann sé núna ein samspillt kratakú.

Enda hættandi.

Steingrímur Helgason, 31.3.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband