Hvað er athafnamaður?

Heyrði í fréttum Stöðvar2 í kvöld að "athafnamaðurinn" Þorseinn Kragh hefði verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Ný spyr ég: Hvað er athafnamaður? Samkvæmt þessu er það sá sem duglegur er að komast fram hjá lögum á kostnað annarra. Í þessu tilfelli fíkniefnaneytenda. Í mínum skilningi eru athafamenn þeir sem stuðla að atvinnu, berjast fyrir uppbyggingu fyrirtækja, til hagsbóta fyrir sig og þá sem vinna með þeim. Stöddarnir þurfa að taka sig á með orðaval. Tek fram að hvorki RÚV né mbl.is nefndu athafnamann.
mbl.is Þorsteinn fékk níu ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umsvifamaður, umsýslumaður eða bara framkvæmdamaður ... þessi var líka dæmdur fyrir það og hefði betur verið athafnalaus... ekki satt?

Björk (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Athafnamaður er maður sem gerir at á hafnarsvæði. (Bryggjuhrekkjalómur)

Víðir Benediktsson, 19.3.2009 kl. 22:04

3 identicon

er þetta orð athafnamaður ekki eittvað fínna orð yfir slæpingja?

zappa (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:09

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir. Sá sem vinnur í fatahengi er líka yfirhafnavörður.

Haraldur Bjarnason, 20.3.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband