Skammist ykkar

Það er ótrúlega ósvífið af HB-Granda að greiða út arð á sama tíma og launafólkið fær ekki umsamdar kjarabætur. Þetta fyrirtæki er síður en svo góð fyrirmynd. Það hefur komið illa fram við starfsfólk sitt á Akranesi, sagði þar upp fjölda fólks sem unnið hafði í áratugi. Það hefur kvóta okkar Skagamanna í hendi sér og það er slæmt að HB skuli enn vera í nafni þess. Skammist ykkar græðgisseggir, sem eigið ykkar hlut í því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Ég tek ofan fyrir Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness að vekja fyrstur athygli á þessum ósóma. 
mbl.is Vill rifta samkomulagi um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband