Óhróður af versta tagi

Er það virkilega svo að einhver hafið haldið því fram á Alþingi eða í pólitískum umræðum að Hörður Torfason væri að þiggja peninga frá einhverjum til að berjast fyrir hugsjónum? Þeim mönnum sem slíkt gera er vorkunn. Þeir hafa ekki hugmynd um hvern persónuleika Hörður Torfason hefur til að bera.  Skammist ykkar, þið sem slíkum óhróðri dreifið. Hörður Torfason er tónlistarmaður og hefur framfleytt sér af tónlist sinni og frábærum ljóðum í marga áratugi. Hann er einn fárra tónlistarmanna sem hefur sinnt landinu öllu, farið í reglulega tónleika um land allt í áratugi. Það þekki ég eftir ríflega tveggja áratuga búsetu fjærst heimabyggð Harðar; á Austurlandi.

Ég man eftir honum koma einum keyrandi á tónleika eystra á Suzuki slyddujeppa sínum í bullandi óflærð að vetrarlagi og hann fékk fullt hús í Valaskjálf á Egilsstöðum hvað eftir annað. - Haltu áfram Hörður!!! - Þið aumingjar sem svívirðið hann; hafið skömm fyrir. - Þetta er óhróður af versta tagi.


mbl.is Hörður Torfason: „ólaunað og sjálfsprottið“ starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hörður Torfason, leikari, leikstjóri og tónlistarmaður, er hvorki betri né verri er hver okkar hinna. Allt sem hann gerir kann að orka tvímælis, og með því að taka að sér þá forystu, sem hann hefur gegnt, tekur að að sér hlutverkið með því sem fylgir og fylgja ber, þar með talið ónot og gagnrýni. Vilji hann standa í stafni, þarf hann líka að vera tilbúinn að taka þeirri ágjöf slíkri stöðu fylgir.

Þess hefur gætt á undanförnum árum að vissir stjórnmálamenn hafa verið hjúpaðir einhverri skikkju ósnertanleika, og allir þeir sem gagnrýna þá eru haldnir fyrir trúvillinga eða eitthvað þaðan af verra. En svona er nú þetta: Það er alltaf gjóla á toppnum!

Flosi Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Flosi, ég sé ekki betur en Hörður sé einfaldlega að svara ómaklegri gagnrýni. Hann hefur ekki þegið styrki eins eða neins í þessa forystu. Það veit ég. Hann er ekki á mála neins stjórnmálaflokks og er bara mannsgæskan ein, eins og hann hefur alltaf verið. Auðvitað er gjóla á toppnum, það veit ég, en að misvitrir stjórnmálamenn og þeirra kónar skuli saka manninn um óheilindi er óþolandi

Haraldur Bjarnason, 10.3.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þú sagðir það: Auðvitað er gjóla á toppnum, það veit ég, en að misvitrir stjórnmálamenn og þeirra kónar skuli saka manninn um óheilindi er óþolandi.

Hörður hefur markað sér stað á hinu pólitíska litrófi, öndvert borgararlegum gildum, slíkum sem íhaldsmenn aðhyllast. Vilji hann taka þátt í þessum slag, þá gefur hann sig í þetta með öllu sem fylgir og fylgja ber.

Það er hlálegt ef hann ætlast til að geta leitt mótmælaaðgerðir, af þeirri gerð sem verið hafa í gangi í haust og vetur, með þeim hliðarsporum sem menn hafa talið sér heimil vegna ástandsins, og sleppa án nokkurrar gagnrýni.

Hörður Torfason á ekki skilið neitt betri trakteringar en þeir stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn sem hafa verið milli tannanna á fólki í vetur. Hann bjó sér þennan beð, og nú getur hann sko legið í honum!

Flosi Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann setti sig í þessa stöðu sjálfur og bjóst örugglega við gagnrýni, en ef fólk er að ljúga upp á hann segir það meira um það en hann. Ganrýnið fólk eins og þið viljið, en ekki ljúga upp á fólk.

Villi Asgeirsson, 10.3.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Flosi af hverju likirðu Herði við stjórnmálamenn þegar þí segir: Hörður Torfason á ekki skilið neitt betri trakteringar en þeir stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn sem hafa verið milli tannanna á fólki í vetur. Hann bjó sér þennan beð, og nú getur hann sko legið í honum! Hann er ekki og hefur aldrei verið stjórnmálamaður. Hann er tónlistarmaður, ljóðahöfundur og hugsjónamaður. Þú ert of djúpt sokinn í pólitík til að átta þig á þvi. Gerðu þér grein fyrir því, Það er til fleira fólk í landinu en það sem er djúpt sokkið í sora pólitíkur og peningamála.

Haraldur Bjarnason, 10.3.2009 kl. 22:47

6 identicon

Ég hef þekkt Hörð frá barnsaldri og þykir með ólíkindum hvernig hann er upphafinn óverðskuldað. Þar með er ég ekki að segja að Hörður sé eitthvað sérstaklega vondur maður, en góður er hann ekki, svo mikið veit ég. Til að vera nýtur þjóðfélagsþegn þurfum við að taka þátt í samfélaginu borga skatta og svo framvegis, til að halda mennta sjúkra og öldrunarkerfinu gangandi. Gerum við Það ekki á meðan við erum full frísk, þá erum við ómagar á þjóðinni. Hörður Torfason hefur sagt frá því sjálfur og því set ég það hér fram enda þekki ég manninn, greiddi síðast skatta til samfélagsinns árið 1964 já þetta er rétt ártal þá var hann starfsmaður í Áburðarverksmiðjunni sálugu. Hörður er klókur á styrkjakerfið sem við borgum, stef og hefur tekið af sér uppsetningar á leikritum út um land og gert það vel. Í einu leikfélaginu sem ég átti aðild að var krafan að það mætti ekki gefa þetta upp, og það var ekki gert. En þessi dýrkun BÖ........

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:53

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar minn . Hvorki ég né þú höfum neinar sannanir fyrrir ávirðingum sem þessum af eða á og þess vegna er best að hafa þær ekki í frami.

Haraldur Bjarnason, 10.3.2009 kl. 23:09

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef allir hugsa eins og flosi þá gerir enginn neitt..

Óskar Þorkelsson, 10.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband