Skylda þá sem fá kvóta til að landa til verkunar hér heima

Það er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að skylda þau fyrirtæki sem fá úthlutað kvóta að landa öllum fiski til verkunar hér á landi. Hvort einhverjir íslendingar fást til að vinna við þetta er svo annað mál. Vitað er þó að á sumum stöðum hafa Íslendingar verið ráðandi í fiskvinnslu. Þar get ég nefnt Vopnafjörð og Akranes. Hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar sem vinna fiskinn hér heima þá skapast virðisauki við það og tekjur fyrir viðkomandi sveitarfélög.
mbl.is Vilja fiskinn heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þegar hærra verð fæst fyrir fiskin óunnin en unnin? Eigum við ekki líka að banna skurðgröfur, þær kosta gjaldeyri og taka vinnu hundraða manna. Þegar enginn vill borga fyrir vinnuna, og unnin vara selst illa og á lægra verði en óunnin þá er þetta óhagkvæmt fyrir alla sem að því koma. Við gætum sett annan helming fólksins í að moka skurði og hinn helminginn í að fylla þá aftur, það væri hagkvæmara.

sigkja (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eða að setja helminginn í að veiða fiskinn og hinn í að henda honum. Þetta er álíka og þín rök. sigkja.

Haraldur Bjarnason, 6.3.2009 kl. 20:05

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þetta er bara einfaldlega bull og óframkvæmanlegt að ætla að vinna allan fisk hérna heima á íslandi.

ok byrjum á einu.

ef að þú átt vöru, seluru ekki aðilanum sem að borgar meira ?

ég allaveg mundi gera það, þess vegna er svona mikið sent út af afla óunnum.

ok í öðru lagi þá er ekki til húsakostur til þess að vinna þennan fisk, fyrirtæki eiga erfitt með að fá afurðarlán til þess að kaupa, það er uppsöfnun á hluta af unnum fisk hér á landi.

hver er gróðinn í því að vinna hérna fisk sem að ekki selst ?

annars væri ég alveg meira en lítið til í að það væri seldur allur fiskur hér heima, þá væri líka gósen tíð í fyrirtækinu sem að ég vinn í.

ég vinn semsagt á Fiskmarkaði Vestmannaeyja og hef töluvert samband við marga fiskkaupendur,  og þykist þar að leiðandi hafa aðeins vit á því sem að ég er að segja.

vitleysan í upphafi var náttúrulega að leyfa útflutning á óseldum og óvigtuðum afla.

hefði átt að skylda allan afla á uppboð á íslandi, og láta breta og þjóðverja (þeir kaupa ca 95% af óunnum afla sem að veiddur er hér við land) kaupa hann af mörkuðum hér heima.

þá væri bæði miklu meira fiskframboð á mörkuðum innanlands (sem að reyndar gæit lækkað verð töluvert) og meiri verðmæti fyrir íslenska ríkið.

auk þess sem að það væri mikið fleyri störf í kringum þetta.

en það þýðir ekki að ætla að breyta þessu núna.

Árni Sigurður Pétursson, 6.3.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Rúnar Þór Hermannsson

það er bara ekki fræðilegur möguleiki að meira fáist fyrir óunninn en unninn fisk. Eiga íslenskir kúabændur að selja beljur til USA VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR FÁ ÞETTA MIKIÐ FYRIR SKYR OG OSTA EN MYNDU ÖRUGGLEGA GRÆÐA MEIR Á ÞVÍ AÐ SELÆJA BELJURNAR ÓMJÓLKAÐAR. Hvers konar endemisrugl er þetta

Rúnar Þór Hermannsson, 7.3.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Árni þá er bara einfaldlega bull að ekki sé hægt að vinna allan fisk hér á landi. Mín vegna má hann allur fara í gegnum fiskmarkaði fyrst, svo sjómenn fái kannski hærra verð en óunninn á fiskurinn ekki að fara úr landi. Kvótinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að vinna hann hér.

Haraldur Bjarnason, 7.3.2009 kl. 10:04

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Rúnar. þú greinilega hefur ekki hundsvit á þessum málum. kaupandinn, vill fá fikinn ferskan en ekki unninn og er tilbúinn að borga meira fyrir þann fisk. er svo erfitt að skilja það. ekki reyna að koma með einhver handabakarök úr landbúnaði.

Fannar frá Rifi, 7.3.2009 kl. 10:17

7 identicon

Rétt eins og fiskurinn þá er vinna verðmæti. Og þegar hærra verð fæst fyrir ferskan fisk en frystan þá er það sóun á verðmætum að lögbinda vinnslu.  Við sjálf kaupum ferskan fisk og kjúkling hærra verði í næsta stórmarkaði en frystu vöruna. Markmiðið hlýtur að vera það að fá sem flesta dollara fyrir hvert kíló, ekki það að geta skrifað sem flestar vinnustundir á það.

sigkja (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband