Ótrúleg heimska

Það er ótrúlegt að ríkið skuli kosta hundruðum milljóna til að berjast gegn bændum þessa lands. Þarna er verið að ala lögfræðinga  á vonlausum málum. Þinglýstum eignum, sem Geir Haarde, þegar hann var fjármálaráðherra, síðar Árni Math., vildu sölsa undir sig. Þetta er fáranlegt og hver dómurinn á fætur öðrum hefur verið ríkinu í óhag. Þetta er ótrúleg heimska.
mbl.is Greiddi 146 milljónir fyrir sérfræðiþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Svona, svona frændi - það verður nú einhver að halda sérfræðingunum gangandi!  Ganga störf Alþingis ekki út á það eitt að setja þokukennd lög handa lögfræingum að túlka?  Og svo eru flestir sem þar sitja lögfræðingar...

Ómar Bjarki Smárason, 5.3.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú jú en hvernig í andsk....eiga þessir lögfræðingar að troða yfir landsmenn endalaust?

Haraldur Bjarnason, 5.3.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Lögfræðingar ríkisins verða að skapa sér verkefni til að réttlæta tilveru sína.

Víðir Benediktsson, 6.3.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér sýnist nú Víðir að stjórnmálamennirnir sjái þeim fyrir þessu.

Haraldur Bjarnason, 6.3.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband