Hvers vegna ekki fyrr?

Það er athyglisvert sem fram kemur hjá Steingrími að lög um hagnað, sem renni til dótturfélaga í skattaparadísum, séu til á hinum Norðurlöndunum. Hvers vegna þau hafa ekki verið sett hér fyrr, skýrist varla af nokkru öðru en því hverjir hafa stjórnað hér á landi síðustu áratugina og verið í bullandi hagsmunagæslu fyrir þá sem nýttu sér þessa smugu. Þótt seint sé í rassinn gripið er gott að taka á þessu en ríkisstjórnin þarf líka að láta hendur standa fram úr ermum og bjarga almenningi og fyrirtækjum þessa lands frá þroti.
mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með þér sem þú segir í fyrirsögninni en hef þó ekki trú á að stjórnmálamenn hér hafi vísvitandi sleppt þessu út af hagsmunatengslum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband