Af hverju spyr Geir ekki Davíð?

Af hverju spyr Geir ekki bara Davíð sjálfan að því hvaða einkahlutafélög þetta eru? Davíð hlýtur að vita það fyrst hann hendir þessu fram.
mbl.is Vill upplýsingar um fyrirgreiðslu til einkahlutafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hér ekki um að ræða hluti sem gerðust í forsætisráðherratíð Geirs?

Átti hann þá ekki mjög greiðan aðgang að Seðlabankastjóranum?

Hversvegna þessi áhugi núna? Það getur þó ekki verið tengt kosningunum?

Ef þessi mál væru ekki alvarleg myndi maður ekki nenna að reyna að fylgjast með hvað þetta fólk er að þenja sig og velta fyrir sér hverju er mark á takandi. Það myndi líka auðvelda málið ef fjölmiðlar á Íslandi sýndu fram á að þeir kynnu sitt fag.

Agla (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Agla Geir hefur greinilega ekki átt greiðan aðgang að Davíð fyrst hann veit ekkert um þessi einkahlutafélög. Þessi áhugi núna er einfaldlega vegna þess að Davíð sagði þetta í Kastljósi.

Haraldur Bjarnason, 25.2.2009 kl. 18:39

3 identicon

Þakka þér upplýsingarnar Haraldur.

Mér datt jú í hug að það væri eitthvað samband milli fyrirspurnar Geirs og samtalsins við Seðlabankastjórann í Kastljósinu

Ég hélt annars í einfeldni minni að Seðlabankinn heyrði undir forsætisráðuneytið og Geir hefði þess vegna átt einhvern sjens á að afla sér upplýsinga þaðan (í viðbót við það sem  hann hefði átt að geta hlerað hjá ráðherrunum sínum) um hvað væri að gerast í bönkunum.

Ég held ég verði bara að gefast upp á að reyna að botna í ástandinu.

Agla (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:58

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Davíð hefði alveg getað sagt að þetta væri félag í eigu Þorgerðar Katrínar og Kristjáns Arasonar. Ég er búinn að bíða eftir þessu síðan þorgerður sagði "Guð láti gott á vita ef hann ætlar að halda kjafti" eða einhvern veginn svona sem hún orðaði það. Davíð gleymir þessu ekki.

Víðir Benediktsson, 25.2.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband