Vonandi á hann eftir að blása meira

Davíð er byrjaður að blása og blæs sem óður væri. Hann finnur sökudólga hjá fréttamönnum, eins og hans hefur alltaf verið siður. Svaraði Sigmari ítrekað með spurningu á móti og kvartað með skætingi yfir að fá ekki að tala en greip svo stöðugt fram í þegar verið var að spyrja hann.

Annars held ég að helsti kosturinn við að losna við Davíð úr Seðlabankanum verði að þá fyrst blæs hann fyrir alvöru. Þá verður hann verulega reiður og upplýsir um allt sukkið sem hann veit um. Þá verða það ekki bara Baugsmenn sem fá á baukinn, heldur allir útrásargaurarinnar og forystumenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Að vísu bara þeir sem komu til valda eftir að Davíð fór í Seðlabankann. - Þá fyrst verður gagn af Davíð fyrir þjóðina. 


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

DO tókst að dáleiða marga til að trúa því að það væri SIGMAR sem leyfði SÉR ekki að komast að - sést strax á blogg-pistlum!  Hann getur örugglega komist í sirkus sem dáleiðandi. Satt segirðu! Hverju syngur hann er borinn verður út?

Hlédís, 24.2.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hann sagði það nánast berum orðum að hann myndi byrja að tala þegar hann stígur út ú Seðlabankanum.....og mér leiðist ekki sú tilhugsun......

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2009 kl. 21:16

3 Smámynd:

Uppljóstrarinn Davíð - spennandi að fylgjast með!

, 24.2.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Davíð var stórkostlegur, allt saman aular nema hann sem varaði við þessu öllu var meir að segja með fundargerð úr SÍ þar sem hann gat vitnað í sjálfan sig.

það verður ábyggilega en meira fjör ef hann verður settur út fyrir vegg því af leyndarmálum á hann nóg.  Enda eini maðurinn á Íslandi sem fólk með upplýsingar treystir.

Magnús Sigurðsson, 24.2.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband