Gott frumkvæði, en hver er lausnin?

Ágúst Einarsson rektor og hans fólk á Bifröst sýna enn á ný frumkvæði. Fyrst þetta er hægt á Bifröst ættu aðrir að taka sér þetta til fyrirmyndar. Við höfum fengið fréttir af hárri leigu hjá Félagsíbúðum stúdenta á Akureyri og eins á Hólum í Hjaltadal en þar á Kaupfélag Skagfirðinga íbúðirnar.

Það er hins vegar spurning hver borgar mismuninn á vísitölulánunum sem á húsunum hvíla og því sem kemur inn fyrir leiguna. Kannski er Ágúst þarna kominn með einhverja góða lausn sem hægt væri að nota fyrir aðþrengda skuldara um land allt. Hann ætti kannski að upplýsa okkur um lausnina.


mbl.is Húsaleiga lækkar á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar að 'lausnin' eins og þú orðar það sé þarna til staðar.  Þetta felst í því að þeir eru bara ekki að fá eins mikið fé til baka í hagnað.  Betra er þó að fá nokkra aura í pung heldur en ekki neitt.

Ragnar Gísli (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:14

2 identicon

Dæmið er einfalt, leigan hefur hækkað svo mikið frá fyrstu hækkun í haust að skólinn horfði fram á autt húsnæði á næsta skólaári og það sem verra er fyrir skólan, töpuð skólagjöld þar sem nemendur sækja frekar í ódýrara skóla með lægri leigu. Hinsvegar gleymdi Ágúst alveg að taka það fram að jafnframt hefur hann hækkað skólagjöldin (sem fólk fær aukalán fyrir öfugt við íbúðaverð) um 10%

Pétur F. (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband