Mínútuformaðurinn vill ráða einhverju

Framsóknarformaðurinn til nokkurra mínútna sagðist sáttur eftir að ljóst var að hann hafði ekki verið kosinn formaður eins og tilkynnt hafði verið. Nú vill hann lengri tíma. Hann vill bíða eftir einhverri skýrslu sem fjallar almennt um seðlabanka í Evrópu. Menn verða að una honum þess og leyfa honum að trúa því að hann ráði einhverju. Þótt það sé auðvitað mesta vitleysa. Drengurinn er bara í hagsmunagæslu fyrir allt klúður framsóknarmanna með sjálfstæðismönnum liðna áraratugi eins og ég benti á í síðustu færslu.
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Allt í einu stígur framsóknarmaður fram og breytir samkvæmt sanfæringu sinni.. og það var þá líka ástæðan. Maðurinn hefur greinilega ofmetnast á fimm mínútunum sínum.

Jóhannes Einarsson, 23.2.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: corvus corax

Þröskuldur veit ekkert hvað hann er að gera og ætti því að segja af sér og fást við eitthvað sem hann hugsanlega skilur og ræður við ...ef eitthvert djobb er þá til sem er nógu einfalt og "idiotproof" fyrir hann.

corvus corax, 23.2.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann var hálfkjánalegur í kastljósinu í kvöld..

Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 22:15

4 identicon

Húrra, Haraldur, þú ert með þeim fyrstu hér í heimi sem veist hvað stendur í skýrslunni, takk fyrir að upplýsa okkur hin um það. Já "almennt um seðlabanka Evrópu". Auðvitað gerir hún það. Þar verður ekki minnst einu orði á okkar Seðlabanka, enda skiptir hann Evrópu engu, já engu máli. Það vita allir. Sama með öll önnur okkar mál hér á landi. Skipta Evrópu engu máli. En mannstu að Jón Baldvin bað okkur um að taka upp sem flest lög Evrópu ? Kannski gæti verið einhver framtíðarsýn þarna ? Eitthvað sem við verðum að fara eftir, ekki satt, mannvitsbrekka ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gáfulegur Örn. Þetta kom einfaldlega fram í viðtölum við ráðherra í fréttum í gærkvöldi. Það að þessi skýrsla skipti engu um hvernig við ákveðum stjórnun Seðlabankans framvegis. Við erum ekki enn í Evrópusambandinu og getum því hagað yfirstjórn landsins eins og við viljum. Það hefur ekkert með allskonar tilskipanir að gera sem við höfum undirgengist. Þær fara til samþykktar alþingis fyrst. Sama á við um stjórnun Seðlabankans. Breyingar á henni þurfa samþykki alþingis. Áttaðu þig á því, mannvitsbrekka!

Haraldur Bjarnason, 24.2.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband