Norræna skilar gjaldeyri - Hvar eru göngin?
3.2.2009 | 10:33
Það er gott til þess að vita að Norræna skuli komin í áætlunarferðir til Seyðisfjarðar aftur en jafn slæmt að ekki skuli lengur siglt til Noregs. Í eina tíð hófust ferðir Smyrils og síðar Norrænu ekki fyrr en um miðjan júní. Það boðaði austfirska vorkomu. Þá var oftar en ekki snjór á Fjarðarheiði og mönnum þótti slæmt að bjóða útlendum ferðamönnum upp á hálku um leið og þeir kæmu til landsins. Útlendingarnir gera hins vegar ráð fyrir slíku og kippa sér ekki upp við það. Samgöngubætur frá Seyðisfirði til Héraðs hafa litlar verið í þá áratugi sem ferjusiglingar hafa verið þangað frá öðrum Evrópulöndum. Segja má að Seyðifjörður hafi betri samgöngur við Færeyjar en aðra hluta Íslands. Norræna og áður Smyril hafa skilað ómældum gjaldeyristekjum í sjóði landsmanna. Hvernig væri að bora frá Seyðisfirði?
Norræna komin til Seyðisfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Neiii - ekki meira borerí. Útlendingar koma hingað til að upplifa frumstæða vegakerfið. Lofum þeim það bara og verum ekki að bruðla með peninga sem við eigum ekki til.
, 3.2.2009 kl. 10:52
Verstur fjandinn með þessa nýju áætlun að missa út Bergen.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 12:10
Sammála þér Viðar, slæmt að missa út Bergen. Dagný. Nú á að bora. Það er ekki bruðl. Jarðgöng eru bestu fjárfestingar sem við getum gert í landinu. Nú þegar gengið er lágt eigum við að nota tækifærið og fara í samgönguframkvæmdir. Bora í gegnum öll fjöll fyrir norðan og austan, tvöfalda Hvalfjarðargöng, tvöfalda Hellisheiði og veginn upp Borgarfjörð að Holtavörðuheiði. Leggja Sundabrautarveg og bara að nefna það. Tækifærið er einmitt núna. Þetta kemur okkur til góð seinna.
Haraldur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.