Hollustan við Davíð varð stjórninni að falli

Auðvitað er ljóst að stjórnin féll á hollustu Geirs Haarde og ráðherraliðs hans við leiðtoga þeirra Sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson. Allt tal Geirs um að Sjálfstæðismenn hafi fyrir löngu gert tillögur um skipulagsbreytingar á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka, snýst ekki um aðalmálið, sem er að losna við bankastjórn Seðlabankans. Sú stjórn ber mikla ábyrgð á efnahagshruninu en situr sem fastast með leiðtogann Davíð í fararbroddi. Auðvitað kom það ekki til greina hjá Sjálfstæðismönnum að sleppa forsætisráðuneytinu yfir til Samfylkingar enda heyrir seðlabankastjóri undir forsætisráðherra. Þótt það hafi aðeins verið að nafninu til frá því Geir tók við því frekar má segja að forsætisráðuneytið hafi heyrt undir seðlabankastjóra þann tíma.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála Halli en er skíthrædd um að ekkki verði staðið við stóru orðin; Davíð burt!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er náttúrlega vitað Elma að Davíð hafði frá svo mörgu að segja um marga að Sjálfstæðismenn hafa ekki þorað að hrófla við honum. Nú er spurning hvort sama er upp á teningnum hjá Samfó eða hvort Framsóknarmenn eru tilbúnir að samþykkja Davíð burt. Davíð lumar örugglega á ýmsu um framsóknarmenn liðinna ára.

Haraldur Bjarnason, 27.1.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband