Næsta búbótin

Það skyldi ekki þó ekki verða að þessi agnarsmái fiskur verði okkur góð búbót á næstu árum. Ekki er langt síðan kolmunninn bættist við og nú síðast makríll. Ekki veitir af að hafa nógu margar tegundir til skiptana þótt margir telji nú næga loðnu í sjónum. Það dugar ekki til frekar en með þorskinn. Samþykki Hafró þarf til og ef kvikindin synda ekki inn í reiknilíkön Hafró eru þau víst ekki til.
mbl.is Huginn VE með fyrsta gulldeplufarminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonum það besta.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Við vonum hið besta. Nú þurfum við aftur að huga að sjávranytjum, því ljóst er ekki lifum við öll á bönkunum.

Jón Halldór Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jón Halldór, ég held nú að flestum landsbyggðarmönnum hafi alla tíð verið ljóst að framleiðslu þyrfti til að skapa peninga. Enda kom rækilega í ljós að engir peningar voru á bak við alla útrásina. Aðeins pappírar fram og til baka milli sumra til þess fallnir að hleypa upp hlutum í fyrirtækjum þeirra. Þessu súpum vði seyðiið af núna. útgerðarmenn voru því miður ekkert betri í þessum málum og það er hreint ótrúlegt að núna þegar gengi hefur verið hagstætt fyrir útflutningsgreinar skuli útgerðin vera á hausnum. Kannski bjargar þetta litla kvikindi einhverju ef Hafró finnur ekki loðnu.

Haraldur Bjarnason, 14.1.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband