Þvílíkt rugl
5.1.2009 | 21:02
"Svar mitt við spurningunni um umboðið frá landsfundi er skýrt og einfalt. Landsfundur á að fela forystumönum flokksins að standa vörð um ótvíræð og afdráttarlaus yfirráð yfir auðlindum okkar, hvort sem er í orði eða á borði,"
Þetta sagði Styrmir á fundi í Valhöll í kvöld. Ég get verið sammála honum um að í viðræðum við ESB þurfum við að leggja ofuráherslu á að halda fullum rétti okkar í fiskveiðilögsögunni. - En...hvað er maðurinn að segja? - Hann er með þessum orðum að skipa landsfundi fyrir. - Hvar eru nú orð Geirs og fleiri forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins um að það sé ekki ráðamanna í flokknum að ákveða um afstöðu til ESB-viðræðna heldur landsfundar? - Styrmir ætlast greinilega til þess að landsfundurinn taki fyrirskipunum frá eldri og reyndari íhaldsmönnum. - Hvaða auðlindir er hann svo að tala um? - Mig grunar að það séu fiskveiðiheimildir hér við land, sem þegar hafa verið afhentar útgerðarmönnum til veðsetningar og orkuauðlindir, sem þegar hafa verið afhentar útlendum auðhringum til afnota meðan virkjanir endast. - Svo tala menn um að fórna einhverju við inngöngu í ESB. - Hverju? - Þvílíkt rugl.
Umboð til að verja auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara alltaf í boltanum Halli?
Víðir Benediktsson, 5.1.2009 kl. 21:11
Já og ekki í sama liði og Styrmir, Víðir
Haraldur Bjarnason, 5.1.2009 kl. 21:22
Hverja ætlar Styrmir að verja? Kvótakóngana?
Jón Ragnar Björnsson, 6.1.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.