Rekstrarbilun eða skriftarbilun?

Hvað er rekstrarbilun? Bilaði einhver rekstur? Hvernig lýsir rekstrarbilun sér? Þetta er nýyrði sem ég hef ekki heyrt áður. Kannski er þetta skriftarbilun? - Annars kemur ástæða rafmagnsleysisins fram í lok fréttarinnar. Það bilaði hugbúnaður í virkjuninni.
mbl.is Rekstrarbilun olli rafmangsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En finnst þér ekki - sem gömlu fréttamanni - áhugaverður vinkillinn sem Mogginn tekur? Það fór rafmagn af suðurfjörðunum, Breiðdalsvík og Djúpavogi muni ég rétt og var úti í 90 mínútur á fyrrnefnda staðnum. Það er rafmagnslaus vinnustaður sem fókusinn er á en ekki rafmagnslaus heimili. Sem voru samt lengur úti.

Zunderman (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:26

2 identicon

Kannski er það samt nú það fréttnæma.

Þykir ekkert fréttnæmt að heimili á austfjörðum verði rafmagnslaus.

Ennþá allt of algengt að þap sé að ské

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:42

3 identicon

Hahaha fannst það engum athugavert að smávægileg bilun olli því að Álverið varð rafmagnslaust.. Ef ég keyrði á húsvegg og tæki niður 2 veggi, "tjahh, það varð smávægileg bilun í bremsunum. Ekkert ósvipað og á reiðhjóli"

Guðjón Ingi Eide Sævarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 07:36

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek fram að minn pistll snýst um orðalag fréttarinnar en ekki mat á því hvar eða hve lengi var rafmagnslaust. Í nútímaþjóðfélagi er rafmagnsleysi slæmt fyrir alla sem verða fyrir því. Slíkt hefur hent ótrúlega oft á Austurlandi síðustu árin.

Haraldur Bjarnason, 2.1.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband