Táknrænt eins og hátekjuskatturinn

Það er táknrænt, eins og hátekjuskattur, að Ingibjörg Sólrún og aðrir ráðherrar skuli fara bakdyramegin inn í Ráðherrabústaðinn. Þetta er sá hópur fólks sem kemur bakdyramegin að þjóðinni núna með allskonar aukaskattlagningum sem ekki stóðu til. Svör Einars Kristins lýsa hroka hans og hans líkra. Endalaust tal RÚV í öllum fréttatímum dagsins að hópur ungmenna hafi stöðvað för ráðherranna er ótrúlegt. Hvað eru ungmenni í augum fréttastofu RÚV? Auðvitað var ungt fólk þarna í meirihluta en í bland við aðra eldri. Þær mega vera stoltar margar konurnar í þessum hópi að vera kallaðar ungmenni. 
mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband