Tenglar
Mínir tenglar
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 434669
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
- Ágúst 2015
- Febrúar 2014
- Nóvember 2012
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
33 dagar til jóla
AFL er í forystu
14.12.2008 | 11:32
AFL hefur haft forgöngu um margt. Til dæmis baráttu fyrir réttindum erlendra verkamanna. Nú brýtur AFL enn einu sinni ísinn og krefst réttinda. Styð félagið í þessari baráttu og vona að við sem áttum peninga, sem við treystum Landsbankanum fyrir, í viðbótarlífeyrissjóði endurheimtum þá.
AFL stefnir Landsbanka og Landsvaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- huld
- hugs
- omarragnarsson
- sailor
- kristinnp
- esgesg
- iceberg
- fiski
- hallormur
- gretarro
- amman
- saxi
- omarbjarki
- joninaros
- jonhalldor
- heg
- larahanna
- bjorng
- guttihannesar
- hva
- ronnihauks
- bergen
- kreppan
- valgeirskagfjord
- sigurjonth
- gudrunkatrin
- johanneliasson
- gudrunvala
- rognvaldurthor
- lehamzdr
- vga
- loftslag
- einarorneinars
- hallurmagg
- hafstein
- skari60
- hlynurh
- pelli
- sigurbjorns
- liljabolla
- jonkjartansson
- adalsteinnjonsson
- maggatrausta
- utvarpsaga
- rannveigh
- annaragna
- neistinn
- siggi-hrellir
- hronnrik
- gullilitli
- gudruntora
- magnusg
- jaxlinn
- esv
- holmarinn
- gretaulfs
- bofs
- ziggi
- hehau
- jonsnae
- lella
- hildurhelgas
- sisvet
- flottari
- lucas
- jonerr
- eirag
- jodisskula
- hosmagi
- himmalingur
- jakobk
- jensgud
- maggij
- skrifa
- nytthugarfar
- neytendatalsmadur
- ornsh
- gudni-is
- grj
- tp
- hallimagg
- valli57
- lubbiklettaskald
- doddinn
- gotusmidjan
- hillacool
- hreinsamviska
- hofyan
- brandarar
- vefritid
- ace
- jea
- morgunbladid
- lexkg
- formosus
- seinars
- fjardabyggd
- gattin
- magnusthor
- trukkalessan
- trj
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Bravó! Kominn tími á að einhver stefni a.m.k. bönkunum. Lög um bann við málsókn á hendur bönkum og fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun?? Ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn vinnur opinberlega að því að styðja bankastofnanir og fyrirtæki í því að svína endalsust á almenningi þannig að þau geti haldið áfram að byggja afkomu sína á honum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 11:48
Já Rakel, ef verkalýðsforystan hefur rænu á að taka af skarið, þá er smá von.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 12:02
Frábært. tími til kominn að kalla þetta lið til ábyrgðar.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 13:37
Halli, það var ekki bara viðbótarlífeyrissparnaðurinn sem hvarf Landsbankanum. Lögbundni sparnaðurinn rýrnað yfir 20%.
Eða eins og stendur svo snyrtilega í bréfi stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins; "Það er til vitnis um ótrúlega atburðarás í íslensku fjármálalífi undanfarið að ávöxtunareiðin Líf IV, sem bar minnstu áhættuna, skuli hafa lækkað mest allra leiða Íslenska lífeyrissjóðsins í kjölfar neyðarlaganna 6. október síðastliðinn."
En á heimasíðu Landsbankans stendur; "Líf IV hentar þeim einstaklingum sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri. Lögð er áhersla á trausta og jafna ávöxtun."
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 14:25
Já Maggi, ég var í þessum LÍV IV og það er -20%, en átti ekki að vera nein áhætta,að vísu bara með viðbótarlífeyrissparnað, en hef verið með hann frá því hann byrjaði, þannig að þetta var orðið talsvert.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 14:36
Er ekki rétt að láta reyna á ábyrgð stjórnenda?
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 14:41
Þetta með Líf 4 minnir óþægilega mikið á bankastarfsmanninn sem tók seðlana úr búntunum í peningageymslu bankans og setti pappír í staðinn en lét ystu seðlana halda sér.
Sá var ekki látinn komast upp með það þegar upp komst.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 14:46
Seyðfirðingurinn með rissblokkirnar!!! ..hann fékk dóm en ég er viss um að bankamenn fái dóm núna.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 14:51
þarna vatnaði eitt ekki
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 14:52
kannski er smá von
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 15:24
Það er sérstök stjórn yfir þessum lífeyrissjóðum og þegar þeir fylgjast ekki betur með en svo að "áhersla á trausta og jafna ávöxtun." verðu að 20% neikvæðri rýrnun þá er spurning hver var með "risablokkir" hvar. Ég var með mín lögbundnu 12% hjá þjófunum, það sem ég hafði greitt í lífeyrissjóð þar áður fór í Stoke ævintýrið.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 16:06
Búddi. Þeim eins og öllum öðrum var talin trú um að þessir sjóðir væru öruggir.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 16:43
Ertu eitthvað fúll út í AFL síðan þú varst erindreki Becthel þarna fyrir austan?
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 17:13
Sæll Haraldur og þakka þér vinsamleg orð í okkar garð. Björn S.Lárusson, þú talar nú eins og hálfgerður kjáni. Vitaskuld eru sjóðir í umsjón félags á stærð við AFL. Eins og þú veist sjálfur eru t.d. útgjöld sjúkrasjóðs sveiflukennd og í gróðærinu undanfarið hafa þau verið lítil og þá leggjum við hliðar til magrari ára.
AFL leitaði ráðgjafar árið 2005 og fékk tilboð frá öllum viðskiptabönkunu af því við erum einmitt ekki fjármálaspekulantar. Ráðgjöf Landsbankans var þegin og samið við þann banka.
Talandi um verkalýðsrekendur - þá skal upplýst að ég sem er framkvæmdastjóri Afls var áður bílstjóri hjá Impregilo á Kárahnjúkum og þar áður sjómaður í sex ár. Áður vann ég m.a. hjá verkalýðshreyfingunni. formaður AFLs var fiskverkakona áður en hún hóf störf fyrir verkalýðsfélagið.Varaformaður AFLs er starfsmaður vélsmiðju á Eskifirði, ritarinn starfar í fiskimjölsverksmiðjunni á Vopnafirði, Gjaldkerinn starfar hjá Byko á Reyðarfirði, formaður Iðnaðarmannadeildarinnar er vélvirki hjá ALCOA, formaður verkamannadeildar starfar hjá Síldarvinnslunni, formaður Verslunarmannadeildar starfar í apóteki á Hornafirði, formaður Sjómannadeildar starfar nú við löndun á Vopnafirði en var áður á togurum frá Vopnafirði, meðstjórnendur starfa við fiskvinnslu á Djúpavogi, á steypustöð á Egilsstöðum og sjúkrahúsinu á Seyðisfirði.
Ef menn vilja láta taka mark á sér verða þeir að láta af sleggjudómum og upphrópunum.
Okkur í forystu AFLs svíður þetta tjón og auðvitað höfum við eins og aðrir skoðað hvernig þetta gat gerst og því viljum við fá upplýsingar um það hvort farið var eftir samningum okkar við bankann. Sem betur fer stendur félagið samt vel og getur sinnt hlutverki sínu sem er mikið og mikilvægt í því atvinnuástandi sem nú blasir við.
Ég hef hins vegar tekið eftir því að hvers kyns einyrkjar sem ekki tilheyra verkalýðsfélögum, sjá einatt ofsjónir yfir eignum verkalýðsfélaganna og starfssemi. Ég er félagi í AFli og stoltur af því.
Sverrir Albertsson
framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags
Sverrir Albertsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:54
Munurinn á AFL og þeirra tapi í sjóðum bankanna er sá að þeir höfðu val og ætluðu að velja eins háa og trausta ávöxtun og í boði var.
En hvað lífeyrissjóðina varðar er um lögbundin 12% af launatekjum að ræða og ef þú ákveður að vera í LÍF IV "því öruggasta" með "áherslu á trausta og jafna ávöxtun." Þá áttu ekki einu sinni val, þú ert skyldaður með lögu að láta stela af þér.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 17:57
Styð allt það starf sem þið eruð að vinna Sverrir.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 18:46
Þetta er mjög gott framtak hjá Afl. Og ég er viss um að þeir hafa eindi sem erfiði. Mig langar að benda á að það þarf að ransaka kaup Landsvaka á hlutabréfum í Kaupþing banka sem eru mj-g sérkennileg, því allir aðrir sjóðir voru að flýja út úr fjárfestingum í bönkunum vegna þeirra bankakrísu sem hefur staðið allt árið. Sagan segir að sjóðurinn hafi keypt þessi bréf af eigendum og lykilstjórnendum Landsbankanns eftir að hlutabréf bankanna voru orðin óseljanleg til að forða þeim frá tapi. Þessi skýring er mjög sennileg, eftir að hafa lesið viðtal við Ingólf Guðmudsson stjórnarformann hjá Íslenska Lífeyrissjóðnum sem er í eigu Landsbankanns, sem segir að stefnan hafi verið að draga úr áhættu með að selja hlutabréf sem eru í hæðst áhættuflokki, þá spítir Landsvaki í og kaupir sem aldrei fyrr í Kaupþing banka. Þetta gengur ekki upp einhver er að maka krókinn það er augljóst. Nánar er hægt að fylgjast með þessu á rettlaeti.is
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:28
Rétt Ómar!
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 20:36
Það er mjög gott að Afl skuli æta að fara þessa leið að stefna Landsbankanum. Eins hefur verið eftir því tekið að Afl haft efasemdir um réttmæti verðtrygginguna eins og málin standa.
Hingað til virðist eina færa leiðin fyrir einstaklinga sem glatað hafa lífeyrissparnaði að stefna stjórnendum sjóðanna, en vissulega væri betra ef þeir einstaklingar, sem í þannig hagar hjá, gætu sameinað krata sína.
Magnús Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.