Talsmaður eignamanna
4.12.2008 | 19:43
Skil ekki alveg hvert talsmaður neytenda er að fara með þessu. Má vera að einhverjir hafi tapað einhverju á þessu en hve margir fóru niður fyrir höfuðstólinn? Þeirri spurningu þarf að svara fyrst. Þetta sama fólk var búið að græða óhemju í nokkur ár áður og þeir sem höfðu aðstöðu til, eins og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, tóku út peningana fyrir bankahrunið. Er ekki meiri ástæða fyrir talsmann neytenda að skora á ríkisvaldið að afnema lánskjaravísitöluna sem byggð er á óréttum grunni. Við sem erum með íbúðalán hjá ósköp venjulegum íbúðalánasjóði sjáum nú lánin æða upp fyrir íbúðaverðið. Það er þjófnaður sem þarf að taka á. Hverjir græða svo á lánskjaravísitölunni? Jú þeir hinir sömu og talsmaður neytenda er að berjast fyrir með þessu. - Eignamenn - Því miður Gísli með þessu ertu ekki talsmaður neytenda heldur eignamanna.
Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæli nú með því að þú kynnir þér málin aðeins betur! Þetta voru ekki "eignamenn" sem voru að tapa peningnum sínum þarna heldur venjulegt fjölskyldufólk sem setti peningana sína þarna inn því peningabréfin voru sögð vera alveg áhættulaus. Mæli með því að þú lesir þetta : http://www.hoerdur.blog.is/blog/hoerdur/entry/734989/#comments
Sara (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.