Þjóðin hefur hvort eð er enginn yfirráð yfir auðlindinni

Á þessum stað í fréttinni kemst Addi rétt að orði og þegar hann segir okkur á hann örugglega ekki við þjóðina:

„Það er alveg skýr afstaða LÍÚ að inn í Evrópusambandið viljum við ekki fara því þá þurfum við að afsala okkur yfirráðarétti yfir auðlindinni og það kemur bara ekki til greina,“ sagði Adolf Guðmundsson.

Þjóðin kemur ekki til með að afsala sér neinum yfirráðarétti yfir auðlindinni í hafinu því það eru nokkrar útgerðir sem ráða yfir aflaheimildum hér við land. Atvinnuleysistölur hans eru annað hvort ýktar eða þá gamlar og munar þar heilum tug. Svo segir Adolf í viðtalinu í morgun að sjávarútvegur sé flokkaður með landbúnaði í ESB. Hvernig er þetta hér? Sami ráðherrann fyrir landbúnað og sjávarútveg. Ég held það væri ráð fyrir útvegsmenn og aðra að láta reyna á það með viðræðum hvernig samningum við getum náð við ESB. Síðan á þjóðin að kjósa um hvort farið verði endanlegar viðræður um aðild en ekki LÍÚ.


mbl.is ESB-aðild ávísun á atvinnuleysi og launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Núna eykst umræðan um Evrópubandalagið.

Þá er mikilvægt að fólk viðri skoðanir sínar á aðild og komi með rök með og á móti.

17% íbúa Evrópubandalagsins eru undir fátæktarmörkum!

Þar búa Sextán milljón manns sem fá enga atvinnu og það er útlit fyrir að sú tala fara hækkandi!

Evrópubandalagið er ekkert annað en skrifræðis miðstýringarbákn - risaríki.

Stjórnin í Brussel er ekkert annað en skrumskæling á lýðræði, peningahýt og notaleg gróðrarstía fyrir spillingu.

Evrópuþingið er eina kjörna stjórnarstofnun bandalagsins og hún hefur bara hálft vald til löggjafar. Þar eru nú 785 fulltrúar. Þar af á t.d. Lúxemborg einungis sex fulltrúa, við myndum teljast heppin ef við fengjum fjóra. Fjögur atkvæði af 789 atkvæðum í stofnun sem hefur 50% vald til löggjafar - ÞAÐ væru áhrif okkar!

Það gera 0,6% atkvæða! Til samanburðar hlaut Ástþór Magnússon 2,6% atkvæða í forsetakosningunum 1996, með öðrum orðum þá eru stuðningsmenn Ástþórs fjórfallt stærri hópur innan Íslands heldur en áhrif Íslands verða í Evrópubandalaginu.

Og það er vert að minnast á að sex stærstu ríkin eru með hreinan meirihluta á Evrópuþinginu, 441 atkvæði af 785. Hin 21 löndin eru í minnihluta.  Ef að Holland, Írland, Portúgal, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Austurríki, Belgía, Ungverjaland, Tékkland, Rúmenía, Grikkland, Búlgaría, Lúxemborg, Slóvakía, Slóvenía, Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur og Malta myndu ÖLL leggjast á vogarskálarnar með okkur þá værum við SAMT í minnihluta í þessari einu lýðræðislega kjörnu stofnun Evrópubandalagsins.

Ég þarf kannski ekki að taka það fram en ég er algjörlega á móti aðild að Evrópubandalaginu!

gummih, 3.12.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það vinna mjög margir við fisk. gríðarlega hálaunuð störf sem sjómenn eru í vinnu hjá útgerðunum. en þér er náttúrulega sama um þá og fjölskyldur þeirra. þér illa við útvegsmenn og ert tilbúinn að fórna öllum öðrum.

Fannar frá Rifi, 3.12.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fannar. Við munum ekki missa þessi störf heldur mun störfum í fiskvinnu væntanlega fjölga ef við göngum í ESB vegna niðurfellingar tolla á fiskafurðum seldum til ESB landa. Hvernig væri nú að rökræða þetta út frá réttum upplýsingum en í stað ómálefnanlegs hræðsluáróðurs byggðum á KJAFTÆÐI?

Sigurður M Grétarsson, 3.12.2008 kl. 14:50

4 identicon

flestir þeir sem fengu kvótann á sínum tíma gefins eru búnir að selja hann. Eiga hinir sem keyptu kvótann á fullu verði og þurfa að borga hann að afhenta hann til baka?

Þessir menn sem seldu kvótann, fóru með peningana inn í eitthvað annað eins og verslanir í kringlunni, bankafjörið og fleiri greinar, eiga þeir að sleppa og hinir sem búnir eru að byggja upp atvinnu að blæða fyrir hina.

Eigum við sem búum á stöðum þar sem sjávarútvegur er sterkur að þurfa að gefa frá okkur kvótann því útgerðamenn á Vestfjörðum seldu sinn kvóta eða til Evrópusambandsins?

Ég held að það mætti hugsa þetta mál til enda, öll kerfi hafa galla en kostirnir við kvótakerfið eru fleiri en gallarnir.

Gallarnir við að ganga inn í Evrópusambandið eru of margir til að við getum gegnið inn í það að mínu mati.

Finnst oft þegar fólk sem býr á Reykjavíkursvæðinu ræðir um kvóta, sjávarútveg og ál að það haldi að peningarnir verði til í einhverjum sprotafyrirtækjum, Kringlunni og inn í bankakerfinu.

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

gummih. Mér finnst þessi lýsing þín á stjórninni í Brüssel vera nákvæm lýsing á íslensku stjórnarfari síðustu árin. Annars er málið það að við þurfum að ræða við ESB um skilyrði sem okkur eru sett og hverju við getum náð fram í samningum. Fyrr getum við ekkert sagt um hvort aðild er æskileg eða ekki. - Fannar mér sko alls ekki illa við útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkafólk. Síður en svo á marga góða vini í þessum hópi. Þeirra á meðal er Adolf Guðmundsson formaður LÍU. Það sem ég var að benda á er að raunin er sú hér að þjóðin ræðu engu um auðlindina í sjónum nú þegar. Það eru nokkrir útvegsmenn sem braska með þau auðæfi.

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 15:05

6 identicon

>gummih. Mér finnst þessi lýsing þín á stjórninni í Brüssel vera nákvæm lýsing á íslensku stjórnarfari síðustu árin.

En er ekki betra að hafa Íslendinga við stjórnina frekar en helling af útlendingum fleiri hundruð kílómetra í burtu,  Með Íslensku stjórnina þá er a.m.k. ekki langt að fara til að mótmæla þeim og kasta eggjum í stjórnarráðið. 

Annars væri það helvíti fyndið að sjá fólk flykkjast alla leið til Brüssel til að mótmæla og kasta eggjum.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: gummih

Haraldur, ég er ekkert að lofa þá stjórn sem hér er - en við fáum þó að minnsta kosti að velja hana sjálf. Innan bandalagsins erum við áhrifalaus og það er ólíðandi.
Ef það myndast fyrir því vilji þá getum við breytt kvótakerfinu - hvort sem það kemur sér vel eða illa fyrir hina og þessa þá getum við það ef við viljum, vegna þess að við ráðum okkar ráðum sjálf.
Það skal enginn efast um að þjóðin hefur fullt tilkall til alls sem er þjóðarinnar, þar með talið eru fiskimiðin.

gummih, 3.12.2008 kl. 15:20

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér finnst málið einfaldlega það að við vitum ekkert hvað okkur býðst og hvaða undanþágur við getum fengið, eins og til dæmis með fiskimiðin. Meðan ekki er rætt við ESB og við vitum ekki hvað við fáum og hverju við fórnum, verður umræðan öll í skötulíki.

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við þurfum engar langtíma undanþágur frá fiskveiðistjórnunarkerfi ESB. Það hentar okkur ágætlega eins og það er. Við myndum fá allan kvótan við Íslandsmið vegna þess að engir aðrir en við erum með veiðireynslu hér við land seinasta áratuginn.

Sigurður M Grétarsson, 3.12.2008 kl. 16:30

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jónanna. Hvernig væri að nefna nokkra af þessum göllum á ESB aðild, sem þú telur það óásættanlega fyrir okkur að við ættum að kasta frá okkur öllum kostum aðildar?

Sigurður M Grétarsson, 3.12.2008 kl. 16:31

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta ásamt fleiru þurfum við bara að fá á hreint með viðræðum Sigurður.

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 16:31

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sammála síðasta ræðumanni.

Sigurður M Grétarsson, 5.12.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband