Áfram starfsmenn RÚV!

Ég velti fyrir mér hvort launalækkun hjá fólki, sem er á launum samkvæmt kjarasamningum, er leyfileg nema fólki sé sagt upp og það ráðið aftur á lægri kjörum. Þótt ohf hafi verið sett á RÚV gilda nú lög um kjarasamninga eftir sem áður. Hins vegar er ekkert mál að lækka laun þeirra sem hafa laun umfram kjarasamninga. Ef laun Palla Magg lækka um 11% þá lækka þau um svona 200 þúsund. Eftir sem áður hefur hann 1.600 þúsund í laun. Veit að vísu ekki hvort einhver fréttamaður hjá Rúv nær milljón í launum en það eru þá bara einhverjir einkavinir Palla.  Það er alvegt óhætt að lækka hann niður í milljón. Hann yrði vel settur eftir sem áður. Svo við minnumst ekki á jeppann.

Áfram starfsmenn RÚV! - Standið vörð um það sem eftir er af þessari sameign okkar. - Þið eigið stuðning þjóðarinnar, það er ég viss um.

Munum að útvarp er ekkert annað en fólkið sem starfar þar.
mbl.is Starfsmannasamtök RÚV boða til fundar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Búddi hvaða rugl er í þér. Er RÚV sambærilegt við eitthvert dagblað? Þú hlýtur að vera grínast, veist betur. Annars hefur ríkið óbeint rekið dagblað í yfir 90 ár. Nú er það fyrsta sem ríkisbankarnir nýju gera til að bjarga fyrirtæki að taka þátt í björgun þess. Hvers eiga önnur fyrirtæki á vonarvöl að gjalda að hálfu ríkisbankans Glitnis, sem ætlar að fjármagna kaup á Árvakri, skv. frétt á mbl. is í morgun?

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta er aðför að landsbyggðinni. Palli fór langt fram úr sjálfum sér og í stað þess að láta hann fjúka ætla ráðamenn að höggva í byggðir landsins. Blár, einkareknu ljósvakamiðlarnir sinna ekki landinu öllu og því síður sjómönnum. Þar skilur á milli RÚV og dagblaðanna.

Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: corvus corax

Páll Magnússon hefur sýnt og sannað að hann er ekki fær um að stjórna rekstri RÚV af því að hann kann það ekki. Það eina sem hann kann er að vera flottræfill án innistæðu.

corvus corax, 1.12.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Krónan í öndunarvél þjóðin á bísanum. Ráðherralaun ofurlaun blankir bankastjórar jeppi Páls eggjabíll björns þjóðin er blönk laun þessara flottræfla ættu að miðast við kauptryggingu háseta á fiskiskipi . þeir hafa ekki unnið fyrir hlut

Sigmar Ægir Björgvinsson, 1.12.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Rannveig H

Og allt er þetta í boði bláu handarinnar, sem löðrungar okkur daglega núna.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er komin tími til að jafnrétti verði í launamálum þessa lands.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sannarlega stöndum við með starfsfólki RUV

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Rúv er mikilvægasti fjölmiðill okkar - og að honum hefur verið vegið endalaust undanfarin ár, núna að svæðisútvörpunum og fréttunum og tæknideildin sem var algjör uppeldisstöð í landinu fyrir góða tæknimenn má muna fífil sinn fegri.

Og ónauðsynlegu uppsagnirnar núna hreint mannréttindabrot. 

María Kristjánsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:59

9 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Þetta er bara hneyksli Halli, og skyldi hann vera búinn að skila Audi jeppanum sá sem þarna ræður.

Grétar Rögnvarsson, 2.12.2008 kl. 10:18

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei nei Grétar, hann er á Audi jeppanum ennþá en ætlar að lækka laun sín um 11% og fer þá niður í 1.600 þús. Svo er verið að hætta svæðisútsendingum og þá hættir fólkið í landinu að fá þessar svæðisbundnu fréttir. Þetta er slæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir á landsbyggðinni sem gátu auglýst með stuttum fyrirvara í svæðisútvörpunum fyrir minni peninga en á landsrásinni, enda þurfa t.d. austfirskar verslanir, félög og fleiri ekki alltaf að auglýsa á landsvísu. Það er svo margt sem hangir á spýtunni. Ég er ekki viss um að neinn sparnaður sé af því að hætta með svæðisútsendingarnar ef auglýsingar í þeim eru teknar með í reikninginn.

Haraldur Bjarnason, 2.12.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband