Þetta er rúmgóð forstofa
1.12.2008 | 20:39
Engan þarf að undra þótt upp úr sjóði hjá fólki á þessum tímum, enda stutt að fara þarna á milli þeirra húsa sem hýsa stjórnendur þessa lands. Mér fannst hins vegar Geir Jón yfirlögregluþjónn standa sig vel þarna. Hann beitti skynsemi ræddi við fólk og eftir að hópurinn sagðist fara ef skjaldalöggan með spraybrúsanna færi. Þá leystust mál.
Þetta voru friðsöm mótmæli og ég hlusta ekki á það sem sumir bloggarar segja að þetta hafi bara verið krakkar, sem ekki sé mark á takandi. Ef þetta voru krakkar, segjum 18-22 ára, þá eiga þau fullan rétt á að mótmæla. Þeirra er framtíðin. Þeirra bíður að greiða fyrir óreiðu Davíðs og co. Svo eiga þau líka foreldra, sem kannski eru nú að missa atvinnu sína og húsnæði. Geir Jón ætti alltaf að stjórna aðgerðum þar sem spraybrúsar eru í höndum löggunnar.
Fyrirsögnina á fréttinni er erfitt að skilja eftir að hafa séð myndir af þessu. Hópurinn fór einfaldlega inn í anddyrið án afskipta nokkurs og þurfti því ekkert að ryðjast inn. Nema kannski að einhver ruðningur hafi myndast vegna þrengsla. Þarna er hins vegar vítt til veggja fyrst hundrað manns komast í forstofuna.
Ráðist inn í Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.