Segðu af þér strax Palli

Er þetta í lagi? Páll Magnússon útvarpsstjóri er að lesa fréttir. Sá hinn sami og ásakar Pétur Matt fyrir að hafa  misnotað myndband sem  hann átti. - Segðu af þér strax Palli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Tilgangur Páls Magnússonar útvarpsstjóri að lesa upp fréttir er augljós, þá getur hann stígið niður úr forstjórastólnum og haft uppi almennar skoðanir við samstarfsmenn á fréttaflutningi og fréttagyldi, þetta kallast ritskoðun á fagmáli. Fréttamenn RUV hafa ekki áttað sig á þessu enda eru þeir með innbyggða sjálfsfréttaritskoðun. Síðan sem snýr að almenningi hvað varðar honum um ritfrelsi

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.11.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þorgerður Katrín sá til þess að hann hefði hærri laun en forsætisráðherra

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta rugl í Palla er vítaverð aðför að tjáningarfrelsi. Svo má spyrja hver tilgangurinn sé. Það er þegar búið að setja myndbandið á netið og nú vaknar sú spurning hvort Palli sé svo heimskur að hann viti ekki hvað niðurhal er. Nú þegar er fjöldi manns með afrit af kláminu í tölvunum sínum á meðan Palli þarf að leysa út ábyrgðarpóst í kreppunni til að fá eintak. Kannski Palli sé svo vitlaus eftir allt saman að hann trúi því að hann sé búin að taka bandið úr umferð. Hefði ekki verið nær fyrir karlinn að niðurhala bara fyrst hann var svona ánægður með hugverkið?

Víðir Benediktsson, 25.11.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Snýst málið ekki eingöngu um það að Páll er seppi Sjálfstæðisflokksins. Einn af hans mönnum móðgaði foringjann í flokknum og hann verður að refsa starfsmanninum annars fær hann ekki að vera memm lengur... Nei, ég bara spyr Mér sýnist hugmyndafræðin í Sjálfstæðisflokknum snúast öll um það að stjórna, stjórna, stjórna, hafa - og halda stjórn, sama hvað það kostar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Páll á auðvitað ekki að lesa fréttir enda kemur hann aldrei nálægt því að skrifa þær. Þetta er skrifstofukarl og handbendi Þorgerðar Katrínar og því engan veginn hlutlaus fréttamaður eins og þeir sem flytja fréttir eiga að vera.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband