Bara 45 milljónir, ekki milljarðar

Það eru svona hlutir sem embættismönnunum hjá ríkinu dettur alltaf í hug að spara fyrst. Rekstrakostnaður björgunarskipa er bara brot af fórnarkostnaði allra björgunarsveitarmanna landsins, sem í sjálfboðavinnu eru alltaf tilbúnir að hjálpa fólki til sjós og lands. Dæmi um fáránleikan var þegar björgunarsveitarmenn af Akranesi voru stoppaðir þegar þeir komu af námskeiði á Snæfellsnesi. Ástæðan. Jú, bíllinn var á litaðri olíu. Sem betur fer var það leiðrétt og vonandi átta menn sig líka nú því 45 milljónir eru ekki mikið í samanburði við milljarðatölurnar sem við höfum heyrt að undanförnu.
mbl.is Gæti þurft að leggja skipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er þvílíkt rugl að máður á varla til orð. Nokkrar vikur síðan BB átti nóga peninga til að stofna varalið. Það þarf að hrista þetta lið duglega. Ég hef í gengum tíðina oft orðið vitni af því hvað þessar sveitir eru öflugar og sjaldnast í fjölmiðlum. Hef sjálfur fengið þá með engum fyrirvara til að sækja slasaðan mann. Og allt í sjálfboðavinnu.

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband