Strandsiglingar eru framtíðin

N4 er athyglisvert sjónvarp, þar er sjónvarpað svæðisbundnum fréttum af Norðurlandi og þar er bein útsending frá bæjarstjórnarfundum á Akureyri. Var að horfa á beina útsendingu frá bæjarstjórnarfundi núna og þar voru strandsiglingar aðalmálið. Sýnt var fram á að strandsiglingar eru nauðsynlegar og góðar fyrir landsmenn alla. Allir flokkar á Akureyri virðast sammála um þetta. Strandsiglingar eru framtíðin, léttum álaginu af þjóðvegunum. Framleiðslufyrirtæki á Akureyri eru í tómu tjóni út af flutningskostnaði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Minnir að þetta sé eitt af því sem Kristján Möller lofaði í fyrravor. Reyndar hefur hann ekki minnst á þetta síðan hann varð ráðherra.

Víðir Benediktsson, 18.11.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrétt Víðir. Hann lofaði jöfnun á flutningskostnaði. Lítiðið hefur orðið úr því.

Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þær áttu náttúrulega aldrei að leggjast af - þessir stóru tveir Eimu og Sambi tóku þetta til sýn eftir að hafa keypt hvor um sig sitthvort landflutningafyrirtækið. Því er ekki bara drifið í þessu - það er allt til staðar á flestum höfnum - svosem ekkert að vanbúnaði

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt Jón. Það er allt til staðar í höfnum landsins en það mætti létta mikið af vegunum með því að sigla á eins og 3-5 lykilhafnir í landinu og hafa svo landflutninga þaðan. Segjum Reyðarfjörð, Ísafjörð, Akureyri, kannski Hornafjörð eða Þórshöfn líka. en svo má hugsa sér inn- og útflutning á Reyðarfjörð til og frá Evrópuhöfnum, stutt þangað. Flutning síðan þaðan með strandferðaskipum til Reykjavíkur og hinna hafnanna sem ég nefndi áður.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband