Ruðning allan sólarhringin

Ég er ekki hissa þótt árekstrar verði hér á Akureyri og mér er alveg sama þótt mbl.is kalli þessa götu  Tryggvagötu, hef grun um að hún heiti Tryggvabraut. Horfði á beina útsendinu frá síðasta bæjarstjórnarfundi á Akureyri og það var ótrúleg upplifun. Þar reifst fólk um hvort nota ætti sand eða salt til að eyða hálku. Enginn minntist á að ryðja snjónum á burt áður en hann þjappast undan umferðinni. Akureyri er yfir 20.000 manna bær og því fylgir mikil umferð sem fer af stað upp úr klukkan sjö á morgnana. Þar þarf að ryðja snjó allan sólarhringinn en ekki að byrja klukka 6 eða 7 eins og gert er núna. Hreinsið snjóinn áður en umferðin býr til hálku, þá þarf hvorki salt né sand.
mbl.is Harður árekstur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kom að þessum árekstri. Svakalegur árekstur.

Víðir Benediktsson, 12.11.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir, það er hreint ótrúlegt hve fólk er sofandi í þessum málum hér. Það er glanshalka dag eftir dag þegar hitinn er rétt um frostmark og hjólför myndast á hverjum degi. Hef aldrei séð svona nokkuð annars staðar, nagladekk og fjórjóladrif skipta engu. Ég er með hvoru tveggja á minum bíl. - Svo er rifist um salt eða sand. Drullist bara til að ryðja á nóttunni. Þeir sem gera það hvíla sig á daginn.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gatan heitir já brautin hans tryggva, en Haraldur minn, ekki æsa þig svona mikið, menn rífast nú ekkert síður syðra út af gatnamálum og hvernig best sé að bregðast við hálkunni. Víðir hinn sæbarði hefði svo getað sagt þér, að svona árekstrar eru nú orðnir mjög fátíðir sem betur fer, með slíku eignatjóni, finnst þannig óhöpp hafa verið mun algengari fyrr á tíð og þá alveg eins í sól og sumaryl!

Og að lokum hvað varðar íbúafjöldan, þá held ég nú þrátt fyrir að margt hafi lagst á eitt, erlendur verkalýður, sprækir frumbyggjar í dyngjum sínum og innflytjendur á borð við þig sjálfan, þá held ég nú að hann sé nú ekki komin upp í 20000!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Magnús 20.000 er það og rúmlega á þessum árstíma. Opinber tala er um 17.000 en svo bætum við Verkmenntaskólanum við með alla utanbæjarnemendurna og háskólanum, MA er að vísu að mestu með heimamenn en 20.000 er ekki fjarri lagi , auk þess koma nú Zteingrimur af Hauganezinu og góðir grannar hér daglega. Svo eru allir bílarnir, sem keyra í gegn karlinn minn t.d. að austan, á þessari líka glanshálku sem er hér. Í fyrra vetur sá ég nánast einn árekstur á degi hverjum Er viss um að sama  verður í vetur.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Anna Guðný

En á meðan ekki er mokað á nóttunni þá keyrum við eftir þeim aðstæðum sem eru núna og förum hægt á gatnamótum. ég er með nagladekk og fjórhjóladrif og er í góðum málum. Keyri bara varlega.

Ég er aftur á móti enn að sjá hálfvita á sumardekkjum spólandi út um allt. Ættum einfaldlega að banna þá í svona árferði.

Hvenær á að moka og hvort á að moka alla nóttina ef þarf er svo annað mál. 

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 13.11.2008 kl. 01:02

6 identicon

Mér er alveg sama hvort þú keyrir eftir aðstæðum eða ekki, STAÐREYNDIN er að það virðast ekki allir gera það og það virðast heldur ekki allir búa bílana sína rétt, og þá skiptir ekki máli hvort ég passi mig eða ekki, það er alltaf hægt að keyra á mann þó maður passi sig og sé vel búin.

Einfaldast er því að Akureyrarbær moki helvítis göturnar eins og flest öll bæjarfélög landsins, mín gata var rudd einu sinni í fyrra!! og það snjóaði helling.

Andrir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband