Hvaða rugl er þetta?
12.11.2008 | 18:01
Hvaða fjandans rugl er þetta í Reykjavíkingum? Þetta er enn verra en ruglið í þeim um að loka flugvellinum. Gerir þetta lið sér enga grein fyrir að Reykjavík er höfuðborg landsins? Eigum við sem búum í öðrum landshlutum og förum yfir heiðar akandi til Reykjavíkur að vetrarlagi að taka undan nagladekkin og kaupa okkur sumardekk áður en við komum í bæinn? Fá sekt ella. Svo er talað um að fá heimild í vegalögum. Það þýðir að allir landsmenn þurfi að greiða þennan skatt, óháð búsetu og aðstæðum. Hér nyrðra var farið að snjóa og komin ófærð og glerhálka snemma í október. Samkvæmt lögum mega nagladekk ekki fara undir bílana fyrr en 1. nóvember, nema aðstæður leyfi annað. Fólk sem setur svona fram er veruleikafirrt.
Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig grunar nú sem innfluttur Borgarbúi, þ.e. dreifbýlismaður í Borg að verið sé að leita leiða til að gjaldskilda þá sem hafa lögheimili í Rvk.
Hitt gengur ekki.
En ég fagna þessu. Keyrði á loftbóludekkjum um á Akureyri og ekki snert á nöglum síðan. Dettur ekki til hugar að setja nagladekk undir bílinn minn meðan ég bý í Rvk.
Hér kom smá snjóföl og frost í nokkra daga í október. Síðan hefur verið autt og ansi margir aka um á nöglum ... þegar þörfin er engin.
Burt með naglana! :)
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:09
En Sigurbjörn hvernig ganga þessi loftbóludekk í roki og glærasvelli á heiðum uppi? Ég keyrði í mörg ár á heilsársdekkjum á einsdrifsbíl á Egilsstöðum en hefði ekki boðið í þau á fjallvegunum þar í glærasvelli og hvassviðri. Ef þau grípa í klakann hljóta þau að skemma autt malbik í Reykjavík líka. Hefur það verð rannsakað eitthvað?
Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.