Tvískinnungur Bjarna Benediktssonar

Það er nú svolítið snúið fyrir þingmanninn og stjórnarliðann Bjarna Benediktsson að Neinn, sem hann er stjórnarformaður í skuli hafa forystu í hækkunum eldsneytis. Á sama tíma og ráðherrar boða aðhald og hvetja fyrirtæki til að stilla hækkunum í hóf. Er ekki kominn tími til að alþingismönnum verði bannað að sitja í stjórnum fyrirtækja, hvað þá að vera stjórnarformenn eða reka eigin fyrirtæki. Allt þetta gerir Bjarni ásamt þingstörfunum í dag. Alþingismennska á að vera fullt starf. Dæmigert siðferði íslenskra stjórnmálamanna.
mbl.is Eldsneyti hækkar hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skilur maður hvers vegna þingmenn hafa aðstoðarmenn! Það er til þess að þeir geti verið á  launum á fleiri en einum stað.

Júlíus Eyjólfsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Páll Jónsson

Vegna þess að hækkanir á vöruverði eru ákveðnar á stjórnarfundum félagsstjórnar fyrirtækja?

Kannski gilda þarna einhver sérlögmál um eldsneyti, hvað veit ég, en það er nú yfirleitt ekki þetta sem yfirjakkalakkarnir sjá um.

Páll Jónsson, 11.11.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei, Páll en stjórn hvers fyrirtækis markar stefnu, hún ræður framkvæmdastjóra sem aftur ráða millistjórnendur. Svo er þetta spurning um siðferði að ætla sér að sitja á löggjafasamkundunni sem skapar leikreglurnar á sama tíma og í umsvifamiklu fyrirtæki. Gæti ekki hugsast að einhver hagsmunagæsla væri þarna á ferðinni?

Haraldur Bjarnason, 11.11.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Páll Jónsson

Hættan á hagsmunagæslu er alveg klár. Að áfellast Bjarna Ben fyrir bensinhækkanir er hins vegar mjög vafasamt, hvort sem N1 er fyrst til að hækka eða síðast.

Páll Jónsson, 12.11.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég er fyrst og fremst að áfellast Bjarna fyrir að vera stjórnarformaður fyrirtækis sem hefur forystu um verðhækkanir og um leið alþingismaður flokks sem hvetur til hófsemi í verðhækkunum. Er það ekki tvískinnungur Páll? - Lestu textann minn fyrir ofan.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

get ekki verið meira sammála þér Haraldur - þetta er gjörsamelga út í hött að stjórnmálamenn sem og margir aðrir fái friðlaust að sitja beggja vegna borðs - ég segi NEI

Jón Snæbjörnsson, 12.11.2008 kl. 13:50

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

og ekki bara beggja vegna borðs heldur kosinn á þing i fullt starf sem hann kanski sinnir ekki nógu vel ?

Jón Snæbjörnsson, 12.11.2008 kl. 13:55

8 Smámynd: Páll Jónsson

Það getur einmitt varla talist tvískinnungur nema hann eigi þátt í þessum verðhækkunum. Ég fellst algjörlega á að það er í besta falli óæskilegt að forsprakkar olíufyrirtækja séu leiðandi í íslenskum stjórnmálum en ég á erfitt með að fallast á það sem þú leiðir af því.

Ég hef lítinn vilja til að verja Bjarna Benediktsson í rauninni, ég skil alveg hvað þú ert að fara, en tengingin á milli verðhækkana og þess að sitja í félagsstjórn er bara frekar hæpin.

Páll Jónsson, 12.11.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband