Nú ætti að slá af ohf-væðinguna

Er ekki rétt að slá af alla ohf-væðingu núna? Hún er bara undanfari einkavinavæðingar eins og við erum að súpa seyðið af þessa dagana. Ríkisvaldið ætti að slaka aðeins á núna og skoða uppruna og afleiðingar bankahrunsins eftir óhefta einkavæðingu og læra af reynslunni.
mbl.is Keflavíkurflugvöllur ohf tekur við um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sammála þér Halli.  Það er komið nóg af ruglinu.  Við verðum lengi að bíta úr nálinni með þetta.

Einar Vignir Einarsson, 5.11.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þó fyrr hefði verið. þetta var bara sett á svo almenningur gæti ekki fylgst með sukkinu. Enda hafa menn verið duglegir að skýla sér á bakvið OHF þegar farið er fram á upplýsingar um almannafé.

Víðir Benediktsson, 5.11.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sukkið heldur áfram ef við rísum ekki upp

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 22:49

4 identicon

OHF - Of Hættulegt Fyrirkomulag -

Feluleiknum er lokið - allt upp á borðið.

Við erum að tala um fyrirtæki og stofnanir sem þjóðin á saman. OHF er aðferð til að fela hluti fyrir okkur - eigendunum -, aðferð til að ráða vini sína í vinnu, í stað þess að leita að hæfasta starfsfólkinu. Yfirborga suma og ráða og reka starfsfólk án þess að þurfa að upplýsa af hverju og hvað það fær borgað. Um leið léttir það ábyrgð og þrýsting á þá stjórnmálamenn sem málið fellur undir. Þetta er jarðvegur fyrir, bruðl, óréttlæti, klíkuskap og spillingu. Þetta er akkúrat það sem við erum búin að fá nóg af.

Baldur Ágústsson, 6.11.2008 kl. 02:30

Stjórnmálamenn; þið vitið hvert verk ykkar er, snúið ykkur að því eða hættið í stjórnmálum.

Baldur Ágústsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góðar ábendingar hjá þér Baldur.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband