Ný útrás

Það eru ekki mörg ár síðan að maður leit niður á kvennafótboltann og sagði það jafnvel hálfgerða nauðgun á íþróttinni að stelpur spiluðu fótbolta. Nú er öldin önnur. Þær spila einfaldlega góðan fótbolta og eru nú í hópi þeirra bestu. Nú eigum við handboltalið karla, sem er meðal þeirra bestu í heiminum og kvennalið í fótbolta á svipuðum stað. TIL HAMINGJU STELPUR! - Þetta er hluti af okkar nýju útrás.
mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stelpur í allar "stöður"

Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þær voru flottar. Kunnu vel að meta skautasvellið í Laugardal.

Víðir Benediktsson, 30.10.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær voru rosalega góðar stelpurnar og sýnir bara hvað jákvætt hugarfar getur áorkað miklu, þær ákváðu að láta ekki slæmt ástand vallarins fara neitt í taugarnar á sér heldur að gera það besta úr aðstæðum þetta var alveg öfugt með þær Írsku þær létu aðstæður fara í taugarnar á sér og voru neikvæðar út í allt og alla vil ég meina að þetta hugarfar Íslensku stelpnanna hafi gert gæfumuninn og þær voru líka einfaldlega miklu betri.  TIL HAMINGJU!!!!

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 06:54

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Áfram íslenskar stelpur

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 07:15

5 identicon

Þetta er snilld, og það verður gaman að horfa á EM, og ég er ekki frá því að þær eigi bara eftir að gera góða hluti þar!

Vallaraðstæður voru auðvita ekkert góðar, en þær eru þó eins fyrir bæði lið, svo virðist sem þær írsku hafi látið þetta fara einum of mikið í taugarnar á sér.

En þó held ég að íslenska liðið myndi vinna það írska á hvaða velli og degi sem er!

Andrir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband