Ekki þensla eystra?

Skil þetta ekki alveg hjá Helgu. Hún segir að áhrifa góðærisins og þess, sem því fylgdi hafi gætt í minna mæli úti á landi. Þetta á við um alla landshluta nema Austurland, einmitt þann landshluta sem hún býr í og starfar. Á Austurlandi hefur verið bullandi þensla síðustu árin þótt ekki hafi hún verið eins mikil og á höfuðborgarsvæðinu. íbúðarhús höfðu ekki verið byggð í Fjarðabyggð í áratugi en síðustu árin risu þau hvert af öðru. Hins vegar náði þetta ekki til allra sveitarfélaga á Austurlandi, eða nær eingöngu til Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Það sem minnkar höggið á fjörðunum núna er auðvitað álverið, það munar um þann stóra vinnustað og öll gjöld sem álverið greiðir til sveitarfélagsins. Þannig tekjuaukningu hafa ekki önnur sveitarfélög á Austurlandi fengið, sem er í raun grátlegt því öll stóðu þau á bak við byggingu álvers og virkjun við Kárahnjúka.
mbl.is Höggið minna á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband