Af hverju ekki sama hjá Landsbankanum?

Þetta stangast eitthvað á við það sem er að gerast hjá Landsbankanum. Á vefsíðu bankans segir að inneignir í Íslenska lífeyrissjóðnum séu ekki tryggðar eins og á bankareikningum. Eitthvað bogið við þetta allt saman og enginn virðist vita neitt með vissu. Sjálfur hélt ég mig vera að taka eina af fáum skynsömum ákvörðunum í fjármálum þegar ég tók þátt í viðbótarleífeyrissparnaðinum þegar hann var tekinn upp á sínum tíma. Nú veit maður ekkert hvort hann verður til staðar þegar þar að kemur. Tilvitnun í vefsíðu Landsbankans:

Er lífeyrissparnaður tryggður?

Svar: Lífeyrissparnaður í Lífeyrisbók Landsbankans nýtur verndar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Því til viðbótar hefur forsætisráðherra tilkynnt að ríkið muni ábyrgjast að fullu að lífeyrissparnað sem viðskiptavinir eru með hjá sínum viðskiptabanka.

Þeir lífeyrissjóðir sem eru með vörslusamning við Landsbanka Íslands njóta ekki ábyrgðar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, enda ekki um innlán til banka að ræða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er þar með talinn.


mbl.is Inneign í eigu sjóðsfélaga - ekki bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Viðbótarlífeyrissjóður minn er hja Landsbankanum,,,,ætli það sé gufað upp?

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta eru djöfulsins glæpamenn og ég er alvarlega að hugsa um að fá launin mín bara útborguð í ávísun framvegis.

Segi það sama og Hólmdís, nema ég veit að minn viðbótarsparnaður er hjá Íslenska Lífeyrissjóðnum, og er þá samkvæmt þessu tapaður.

Ég á fund með yfirmanni þarna í vikunni, og hef hugsað mér að loka á allan sparnað sem hefur farið í gegnum hendurnar á þeim.

Lilja G. Bolladóttir, 21.10.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já við sem höfum verið sauðtrygg Landsbankanum alla tíð verðum líklega að gjalda núna fyrir léleg lög um tryggingar og óhefta einkavinavæðingu á gjafprís og án skilyrða .

Haraldur Bjarnason, 21.10.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband