Fífl og dónar

Aftur tók "fíflið og dóninn," Helgi Seljan viðtal í kvöld, sem var til fyrirmyndar. Hann talaði við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Skelegt og gott viðtal. Helgi spurði að því sem spyrja þurfti og Björgin svaraði. - Góðir strákar.  Nokkuð sem kom fram á Stöð tvö í kvöld þegar þeir Ómar R. Valdimarsson og Róbert Marshall svöruðu um klúður ríkisstjórnarinnar í almannatengslum. 

Það þarf að svara fréttamönnum en ekki vera með hroka og yfirklór eins og einkennt hefur Davíð, Geir, Árna Math. og fleiri að undanförnu. Þetta er að koma okkur í koll í öðrum löndum núna, nánast í hvaða landi sem er. - Gleymið því ekki ráðamenn, að fréttamenn eru bara að spyrja spurninga sem almenningur vill svör við. Með því að hunsa þær spurningar grafið þið ykkar eigin gröf. Fólk er hvorki "fífl né dónar". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú verðurðu hissa Haraldur.....en ég er sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

og ég líka....

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband