Þetta verður spennandi lesning

Þessi bók verður án efa fróðleg og skemmtileg lesning. Ólafur Ragnar hefur sem forseti farið ótroðnar slóðir og verið óhræddur við það. Hann styður við það sem þjóðin er að gera hverju sinni og ekki hægt að álasa honum fyrir að styðja við þá sem stóðu í íslensku útrásinni frekar en aðra hér á landi sem verið hafa í útflutningi eða annarri atvinnustarfsemi. Samskipi hans við Davíð verður líka fróðlegt að lesa um. Guðjón Friðriksson setur efni sitt alltaf vel og skilmerkilega fram, þannig að von er á góðu.
mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Ólafur Ragnar sé umdeildasti forseti sem Íslenska þjóðin hafi haft er það þá ekki forsetaembætið sem er umdeilanlegt?

Björk (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú jú forsetaembættið er eins og allt annað umdeilanlegt en ég held samt að það sé ekki umdeilt. Ólafur hefur líka ekki verið mjög umdeildur. Kannski frekar meðan hann var þingmaður og ráðherra.

Haraldur Bjarnason, 15.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband