Þeir stóðu sig báðir vel

"Fíflið og dóninn," að mati Geirs Haarde, tók tímamótaviðtal við forseta Íslands í kvöld. Hann spurði þess sem spyrja þurfti og forsetinn svaraði því sem svara þurfti. Engir útúrsnúningar hjá honum engin niðulæging við spyrjandann. - Aldrei í sögunni hefur forseti Íslands þurft að sitja í svona viðtali, þar sem hann er spurður krefjandi spurninga um þjóðmálin og svarar þeim. - Þeir eiga báðir heiður skilinn fyrir þetta viðtal Helgi Seljan og Ólafur Ragnar.
mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því að báðir stóðu sig. Mér varð einmitt hugsað til orða Geirs undir þessu viðtali. Nota bene var Helgi óvenju stilltur, og nota bene var forsætisráðherra undir miklu álagi þegar það sem það sem var "útpúst" og átti að vera hvísl hljómaði skýrt og greinilega um allan salinn og þar með í fjölmiðla.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:21

2 identicon

Ég er ennþá að reyna að átta mig á hversu gáfulegt það er af Helga Seljan að reyna að fá forsetann til að taka ábyrgð á stuðningi sínum við íslensku útrásina.

Ólafur Ragnar stóð sig vel, reyndi snyrtilega að egna spyrilinn ekki upp úr hófi.

Ég verð samt að segja að ég er sammála Geir Haarde, þó svo Helgi Seljan hafi sett upp sparisvipinn í kvöld og aðeins talað ofan í svör forseta þjóðarinnar 3-4 sinnum.

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auk þess finnst mér ekki hægt draga slétt samasemmerki milli Ólafs Ragnars og Jóns Ásgeirs, þar er ólíku saman að jafna þó sá fyrrnefndi hafi látið að einhverju leyti glepjast af þeim síðarnefnda.

Og þó svo ég hafi stungið upp á því sem íróníu í kommenti hér á blogginu, þegar menn stundu af hrifningu yfir frammistöðu "blessaðs drengsins" undir hörðum og að því er menn töldu óforskömmuðum átölum Egils í Silfrinu og lofað hugrekki hans, að Jón Ásgeir byði sig fram sem næsta forsetaefni hins gjaldþrota og ósjálfráða lýðveldis Íslands.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég heyrði heldur ekki betur en að forsetinn okkar viðurkenndi að hafa tekið fullmikinn þátt í "útrásargleðinni" eftir á að hyggja, á meðan Jón neitaði alfarið að axla nokkra ábyrgð á einu eða neinu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það sem er mikilvægasta í þessu öllu er að tala ekki niður til fólks, hvort sem það eru fréttamenn eða aðrir. Fjölmiðlamenn reyna alltaf að endurspegla vilja fólksins og svo árátta vissra manna að tala niður til þeirra missir alltaf marks. Davíð tíðkaði þetta og Geir er að falla í sömu grifjuna. Ólafur Ragnar veit hins vegar að slíkt er bara lágkúra. Blanda mér ekki í umræðu Jóns Ásgeirs og Egils í silfrinu en það var greinilegt að Jón Ásgeir þurfti þar að svara fyrir hina útrásargæjana sem ekki þorðu að mæta. Egill notfærði sér það í mesta lagi. Ég virði Jón Ásgeir fyrir að mæta í þáttinn.

Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég næ að vera sammála þér Haraldur upp á þriggja stafa töluna, sem að er fátítt.

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég viðurkenni að Jón Ásgeir sýndi af sér vissa dirfsku að mæta í þáttinn, meðan aðrir stungu rófunni milli lappanna. Svo kom á daginn að hann leit á þetta sem tækifæri til að hvítþvo sjálfan sig af öllum ásökunum. Ég álít að það hafi verið þetta, hvernig Jón Ásgeir reyndi að firra sig ALLRI ábyrgð sem hleypti skapinu upp í rauðhausnum. En í rauninni sagði Egill aðeins það sem þúsundir landsmanna hugsa og segja í dag, opinberlega og augliti til auglitis við réttan aðila. Það finnst mér lítilvægt sakarefni.

Það sem ég sá í þættinum var maður sem á ytra borðinu sýndi rósemi, en sem var svo greinilega órótt hið innra. Eins og krakki sem endurtekur sífellt "ég gerði það ekki" þegar hann veit upp á sig skömmina. Egill var náttúrulega kominn í pabbahlutverkið, enda Jóhannes víðs fjarri þá stundina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Haraldur, má ég benda þér á að Geir var ekki að tala við Helga Seljan þegar hann hvíslaði þessu fleygu orð. Hann beindi þeim, að því er hann hélt í hálfu hljóði, til aðstoðarkonu sinnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:56

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Menn hljóta enn að hafa leyfi til að hafa einkaskoðanir á mönnum, þó svo þeir gegni opinberu embætti, eða hvað?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gréta, ég þekki Geir ágætlega og veit að þetta er ekki hans eðli. Hann er, eins og Jón Ásgeir var í silfri Egils, þreyttur og pirraður. Hann fellur hins vegar í þessa gryfju Davíðs, sem einhverra hluta vegna virðist búið að prenta inn í þá Vallhallarmenn, að popullinn eigi ekki að rífa kjaft nema upp að vissu marki. Ef ekki er hægt að leysa það með einhverjum saklausum húmor eigi að leysa það með húmor á kostnað þess sem spyr. - Þetta er bara vond PR-mennska, á vondu íslensku máli, hún kom okkur illa með Kastljósviðtali Davíðs. Bretar þekkja ekki svona húmor þótt þeirra húmor sé ágætur. Valhallarhúmorinn er bara slæmur út á við.....þetta er ekki flóknara en svo....þetta vita allir og sjá sem einhvern tíma hafa komið nálægt fjölmiðlum eða almannatengslum, samanber viðtöl undanfarið. 

Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta með að hafa skoðanir á mönnum er allt í lagi Gréta en að segja þetta þar sem hundrað hljóðnemar eru opnir er ótrúlegt dómgreindarleysi.

Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 23:07

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En Geir fattaði ekki að hljóðnemninn væri enn opinn...

Hefurðu ekki séð myndbandið af þessu atviki?

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:27

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gréta, þarna var ekki einn hljóðnemi hann var með yfir hundrað fréttamenn þarna með alla hljóðnema opna og þeir ná meira en einn metra. Það átti hann að vita og ég segi bara eins og Davíð forðum: "Svona segir maður ekki".

Haraldur Bjarnason, 13.10.2008 kl. 23:30

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú getur horft á það HÉR

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:32

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ertu viss um að Geir hafi verið með alla tækni í sambandi við hljóðnema á hreinu?

Heldurðu ekki að hann hafi verið með hugann meira við efnahagsástandið en hvernig háttaði uppsetningu hljóðnema á staðnum. Það hefur iðulega hent besta fólk að gleyma að það var enn með kveikt á míkrófóni í barminum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:35

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þó Geir hafi reyndar staðið of nærri mikrófóninum þegar hann sagði þetta, en ekki verið með hann í barminum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:39

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Áuðvitað skipta hljóðnemarnir engu, hvort þeir voru einn eða hundrað, það sem hann sagði skiptir öllu máli og lýsir ástandinu eins og þar er. Það er klúður hans sjálfs.

Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 00:02

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ókídókí

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:09

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gréta, þetta er eitthvað líka um að skjóta sendiboðann.

Steingrímur Helgason, 14.10.2008 kl. 00:49

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var ágætt viðtal og ÓRG svaraði ágætlega

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband