Engan þarf að undra - En hvað með stýrivextina?
10.10.2008 | 13:30
Engan þarf að undra þótt íslenskir bankamenn séu í sárum og kvíðnir. Það er ekki gott að missa vinnuna og allra síst á þessum tímum hárra vaxta og verðbólgu. Þetta fólk eins og annað þarf fyrir sér og sínum að sjá, það er með sín húsnæðislán og bílalán. Mér finnst hún skelegg í svörum, Helga Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Landsbankans, þótt ég eigi erfitt með að trúa því að öll reiði starfsmanna beinist gegn ríkisvaldinu. Á bágt með að trúa að engir bankastarfsmenn séu reiðir fyrrum stjórnendum bæði þessa banka og annarra. Hins vegar hefur viðskiptaráðherra þegar lofaði starfsmönnum á fundi að ekkert myndi breytast í bankanum. Sú yfirlýsing er jafn misvísandi og aðrar sem gefnar hafa verið út af ráðamönnum síðustu dagana. En hvernig er með stýrivextina nú þegar allir bankarnir eru komnir undir ríkið. Þeir virkuðu ekki í öllu frelsinu ennþá síður núna. Nú er veruleg þörf á að þeir fari niður til bjarga atvinnulífinu og heimilunum í landinu.
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað verður um Jacky og börnin?
Nei stjórnvöld verða að grípa til stórtækra aðgerða fyrir almenning í landinu. Stýrivextir verða að lækka strax. Afhverju hafa SÍ menn tregðast við?
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 13:38
Davíð Oddson er maðurinn sem eyðilagði Ísland
Hvet ykkur til að skrifa undir
http://www.petitiononline.com/fab423/
Ragnar (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:41
Ragnar hann er í forystu þeirra sem klúðruðu peningamálum landsins. En að hann hafi eyðilagt Ísland er svo langt frá nokkru sanni að engu tali tekur.
Haraldur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.