Enn og aftur mynd af Faxa

Miðað við hrun gengisins er þetta nú ekki mikil hækkun á þorskverði. Enn og aftur birtir mbl.is mynd af Faxa RE með innklipptum þorkshausum. Faxi stundar ekki þorskveiðar og á ekkert erindi inn í fréttir um þorsk. Þetta skip veiðir uppsjávarfisk, ekki þorsk. Sennilega veit enginn á mbl.is mun á þorski og uppsjávarfiski.
mbl.is Þorskverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er ekki alveg rétt Halli, Faxi veiðir þorsk og það í töluverðum mæli.  Á flottrollsveiðum kemur þorskur með sem meðafli þótt hann sé ekki alltaf skráður, einnig á nótaveiðum.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hækkunin sem slík undirstrikar ekkert annað en hvað þessi nefnd er vonlaust apparat.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 15:20

3 identicon

Ha? Græða útgerðarmenn ekki einhver ósköp á hruni gengisins?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já já auðvitað kemur meðafli með. Eins og þú veist þá er hann ekki vigtaður. Hann fer bara beint í bræðsluna og þar er eftirlitið í klúðri. Ég er hins vegar með þessu að segja að það hefði verið eðlilegri myndbirting að hafa togara eða trillu. Bragi, þeir ættu að gera það en ofurfjárfestingar þeirra koma í veg fyrir það. Fískverð ætti að hækka í samræmi við fall gengis.

Haraldur Bjarnason, 8.10.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband