Tíðindi!

Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV var rétt í þessu að tilkynna að Geir Haarde ætli að ávarpa þjóðina á báðum rásum RÚV og í sjónvarpi klukkan fjögur. Að því loknu hefst þingfundur, sem sjónvarpað verður frá. Greinilega hafa einhverjar ákvarðanir verið teknar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

loksins

Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu með tillögu að ávarpi? - Ég býst við að það byrji eitthvað á þessa leið: "Góðir Íslendingar, nú er vá fyrir dyrum. Nú ríður á að við stöndum öll saman. Allir þurfa að sameinast um að takast á við vandann. Við þurfum að herða sultarólina tímabundið. Síðan kemur betri tíð með blóm í haga." - Svo sleppir hann að segja frá ástæðunum fyrir vandræðunum. Minnist ekki á að Davíð verði áfram Seðlabankastjóri.

Haraldur Bjarnason, 6.10.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

......við höfum ákveðið að þjóðnýta lífeyrissjóðina til bjarga bönkunum......nei, nei.   Kaupþing og Landsbanki sameinast og bankarnir flytja skuldirnar úr landi.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband