Gengið til góðs í þorpinu

Greinilega hefur gengið að fá einhverja til að ganga til góðs hér í þorpinu á Akureyri. Kurteis kona bankaði upp á hjá mér áðan með myndarlegan bauk sem ég tæmdi allt mitt klink í. Við þorparar erum líka alltaf til alls góðs vísir.
mbl.is Dræm þátttaka í Göngum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ég fór með bauk í mitt hverfi, á eyrina go gekk fínt. Veit þó að það náðist ekki alveg að klára bæinn hér. En varst þú ekki fluttur á Akranes?

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Hm - er þetta eitthvað plott - það kom einhver voða sætur náungi til mín hérna í Kópavoginn. Heldurðu þeir hafi sent sæta stelpu til kallsins míns á Egilsstöðum????

Jóhanna Hafliðadóttir, 5.10.2008 kl. 01:19

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Anna Guðný, ég var á Akranesi í þrjá mánuði í sumar í blaðamennsku á Skessuhorni, gaman að rifja upp gamla tíma, eftir að hafa verið á burtu frá Skaganum í 22 ár. Jóhanna hvurn fjandann ert þú að þvælast þarna í Kópavoginum, skildirðu svo kallinn eftir einan á grafarbakkanum?

Haraldur Bjarnason, 5.10.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Þarf að klára skólann - við hjónaleysin verðum bara að fljúgast á í vetur - þó flugfargjöldin hækki - og hækki. Komin í 30% starf á RÚV-inu - safnadeild svona til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum. Gaman - og gott að sjá fólkið sitt aftur.

Jóhanna Hafliðadóttir, 5.10.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vel geymd á safninu, heldurðu að það sé pláss fyrir fleiri gamalamenni frá RÚV á þessu safni

Haraldur Bjarnason, 5.10.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Nei -  ég var alveg ótrúlega heppin. Annars - góð hugmund - hafa okkur gamlingjana í hillunum þarna niðri. Svo væri hægt að fletta upp í okkur

Jóhanna Hafliðadóttir, 6.10.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband