Þetta má spara

Haustrall Hafró. Í öllum sparnaðinum, þegar varðskip liggja bundin við bryggju og ekkert er hægt að gera út af peningsleysi heldur Hafró í enn eina sýndarmennskuna. Haustrall. Þá er skoðað hvort einhverjir fiskar haldi sig á sama stað ár eftir ár í áratugi. Eflaust mjög gagnlegt vísindanna vegna en hefur ekkert með stofnstærð að gera og enn síður ákvörðun um kvóta næstu ára. Samt er það svo að þessir leiðangrar ráð miklu um fiskveiðikvótann. Hvenær ætlar Hafró að gera sér grein fyrir að fiskurinn hefur sporð, fer eftir aðstæðum í sjónum og syndir eftir æti? - Nei þennan leiðangur má sko spara.
mbl.is Haustrall Hafró að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Stjórnar nokkur á Íslandi lengur? -Er ekki ríkisstjórnin eins og hún leggur sig að spóka sig erlendis eins og alltaf?

Landið er stjórnlaust. Bruðlið er stjórnlaust.

En landsmenn eiga að "gæta aðhalds", "spara" og "fara vel með". Það gildir bara ekki með ráðamennina. Þeir mega eyða. Í hvað sem er, að því er virðist.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þetta er með eindæmum vitlaust Haraldur.

Við sjómenn erum vitni að þvílíkum breytingum á lífríkinu, straumakerfi þess og dreifingu stofna, stofnar sem vart sáust hér eru að verða algengir.

Hafró skrönglast með sömu trolltreflunum á sömu bleyðunum.

Það er stórt  orð Hákot sagði karlinn.  Skil ekki þessi vísindi.

Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað sjá þetta allir Einar, nema Hafró , þar er eins og Helga segir það stjórnar enginn. Við eigum að spara en forgangsröðun vantar.

Haraldur Bjarnason, 27.9.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband