Lánskjaravísitalan er rót alls ills
25.9.2008 | 09:50
Lánskjaravísitalan er rót alls ills í fjármálum almennings og kominn tími til að skera hana upp. Athuga betur grunninn sem hún byggir á og það óréttlæti sem í henni fellst. Verðtrygging getur verið réttlætanleg en hvort lánskjaravísitalan eins og hún er í dag er það eina rétta. Það er síður en svo víst. Þekki af eigin reynslu dæmið frá 1983 og fór á fundinn í Sigtúni á sínum tíma. Á þeim tíma fór verðbólgan yfir 100% og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar kenndi launavísitölu um. Þar á bæ töldu menn einu réttu leiðina að banna launavísitölu og klipptu þannig á greiðslugetu alls almennings meðan lánskjaravísitalan æddi áfram í öllu sínu veldi. Fullt af fólki á miðjum aldri er enn með lán á herðum sér eftir þetta klúður. Gleymum því heldur ekki að við búum auk þess við hæstu vexti í heimi. Fjármagnseigendur eru því bæði með belti og axlabönd á meðan almenningur missir niður um sig buxurnar.
"Sem betur fer fór maður ekki til bankanna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er málið að vera í hreinum undirbuxum.
Gulli litli, 25.9.2008 kl. 11:39
...og eins gott Gulli að Skotarnir eru ekki með svona lánskjaravísítölu
Haraldur Bjarnason, 25.9.2008 kl. 13:16
Almennir launþegar á Íslandi er hnepptir í eilífðarþrældóm
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.