Hreppsnefndarmenn í Reykjavík, hugsið aðeins
13.9.2008 | 08:05
Hreppsnefndin í Reykjavíkurhreppi er löngu búin að gleyma hlutverki sínu. Ef Reykjavík ætlar að standa undir nafni sem höfuðstaður þá fylgja því ýmsar skyldur. Þetta með strætó og frítt í hann fyrir námsmenn er eitt dæmi, flugvöllurinn er annað og lengi mætti telja. Ætli hreppsnefndarmenn þarna hafi gert sér grein fyrir hvaða tekjur Reykjavíkurhreppur hefur af framhaldsskólum, háskólum og allri þjónustu í kringum það. Hverjir borga? - Jú landsmenn allir vegna þess að þessir skólar eru þar sem fjöldinn er og flestir geta haft aðgang að þeim. - Voru það Reykvíkingar einir sem byggðu upp Háskóla Íslands árið 1911. - Nei þá voru hreppsbúar svo fáir þar og engan vegin sjálfbjarga um lifibrauð. - Hanna Birna og þið hreppsnefndarmenn allir í Reykjavík hugsið aðeins!
Stúdentar færa lögheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú biður ekki um lítið Haraldur, ég held nú að það sé búið að koma mjög vel í ljós að þeir sem þar ráða för eru ekkert allt of mikið náttúraðir til að hugsa. Held að þarna verði þér seint að ósk þinni.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.9.2008 kl. 08:18
Þessir stúdentar sem eru með lögheimili út á landi eru á dreifbýlisstyrk og því ætti ekki að vera vandamál fyrir þá að kaupa sér eitt strætókort.
Hinsvegar finnst mér að allir eigi að fá frítt í strætó óháð búsetu og hvort þeir séu í námi eða ekki
The Critic, 13.9.2008 kl. 08:53
Dreifbýlisstyrkurinn miðast við kílómetra og því fá til dæmis ekki Akurnesingar eða Garðbæingar hann og hinum veitir sko ekkert af því að hafa dreifbýlisstyrkinn upp í húsaleigu. Ekki er hún gefin í Reykjavíkurhreppi. Hitt er rétt hjá þér. Reykjavíkurhreppur hefur nefnilega skyldum að gegna.
Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 08:58
Ekki ertu að vænta þess að það séu einhverjir hugsuðir í hreppsnefndinni? Ertu á einhverju Haraldur?
Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 10:21
Dreifbýlisstyrkur er aðeins fyrir þá sem ekki hafa aðgang að framhaldsskóla í sínu sveitarfélagi... Svo er auðvitað enginn dreifbýlisstyrkur fyrir háskólanema, aðeins námslánin okkar kæru.
Eyrún Huld (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 11:01
Ég hélt að þessi dreifbýlisstyrkur væri nú ekki of ríflegur fyrir ferðalögum utan af landi og síðan húsnæði í Hreppnum eins og þú réttilega bendir á Haraldur. En það verður seint mikil eða djúp hugsun þarna varðandi ábyrgð á hagsmunum annara landsmanna trúi ég.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.9.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.